Innlent

Icelandair fellir niður allt flug til New York vegna Sandy

Icelandair hefur, eins og önnur flugfélög, fellt niður flug til og frá New York í dag og óvissa er um flug á morgun.

Af þessum sökum eru skipuleggjendur Airwaves tónlistarhátíðarinnar í viðbragðsstöðu þar sem sextán hljómsveitir eru væntanlegar á hátíðina fá Bandaríkjunum og um það bil eitt þúsund tónleikagestir.

Ein hljómsveitin, sem átti að koma frá New York í gær, kom þess í stað frá Wasington og Icelandair gerir ekki ráð fyrir að fellibylurinn valdi röskun á flugi til annarra áfangastaða í Bandríkjunum, en New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×