Enski boltinn

Owen um fjölgun á dýfum: Þetta er útlendingunum að kenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Owen.
Michael Owen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michael Owen, framherji Stoke, kennir erlendum leikmönnum í enska úrvalsdeildinni um það að leikaraskapur sé orðinn daglegt brauð í enska deildinni. Owen viðurkennir samt að hann hafi lika látið sig detta þegar hann hefði getað staðið í lappirnar.

„Þetta er orðið verra en fyrir tíu árum vegna áhrifa frá leikmönnum frá Suður Ameríku, Spáni og Ítalíu. Þegar ég var lítill þá sá ég í sjónvarpinu að það var mikið um leikaraskap í ítalska boltanum," sagði Michael Owen á ráðstefnu um fótbolta í Englandi.

„Hér áður fyrr sá maður þetta varla í enska boltanum en nú er þetta orðið vandamál í öllum heiminum. Í dag er þetta alveg eins algengt hjá ensku leikmönnum eins og þeim erlendu," sagði Owen.

„Þetta er erfitt umræðuefni ekki síst fyrir þá sem hafa ekki spilað leikinn því það krefst vissulega hæfileika að skáka andstæðingnum. Ég tel að það sé enginn beint að reyna það að dýfa sér en leikmenn eru hinsvegar að reyna að búa til snertingu við varnarmann til að fá víti. Slíkt hefur verið við lýði í ótal ár og fer örugglega aldrei úr boltanum," sagði Owen.

Owen talaði líka um það að hann hefði stundum getað staðið í lappirnar þegar brotið var á honum en tók það fram að alltaf hafi verið um brot að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.