Fótbolti

Mata í sjokki yfir að hafa misst landsliðssætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Juan Mata.
Juan Mata. Mynd/Nordic Photos/Getty
Juan Mata, miðjumaður Chelsea, er ekki í nýjasta spænska landsliðshópnum og leynir því ekkert að það hafi verið áfall fyrir sig að fá þessar fréttir.

Juan Mata hefur verið í spænska landsliðinu undanfarin ár og var hluti af Evrópumeistaraliðinu síðasta sumar þar sem hann skoraði fjórða og síðasta markið í úrslitaleiknum.

Mata hefur líka spilað vel fyrir Chelsea í vetur og hefur þegar lagt upp fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég var spenntur fyrir þessum leikjum og var viss um að ég yrði valinn í hópinn," sagði Juan Mata við The Sun.

Vicente Del Bosque valdi hann ekki fyrir þessa leiki sem eru á móti Hvíta-Rússlandi og Frakklandi.

„Ég hef ekki talað við þjálfarann. Það eina sem ég get gert er að spila nógu vel til þess að hann velji mig í næstu leiki," sagði Mata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×