Fótbolti

Zlatan Ibrahimovic: Ég hef ekki toppað ennþá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zlatan Ibrahimovic, framherji Paris Saint-Germain og sænska landsliðsins, telur að hann geti orðið enn betri leikmaður í framtíðinni en kappinn er orðinn 31 árs gamall. Zlatan er í Þórshöfn þar sem að Svíar mæta Færeyingum í undankeppni HM á morgun.

„Á hverjum degi og eftir hvernig leik verður þú betri leikmaður af því að þú öðlast alltaf meiri og meiri reynslu. Ég verð betri með hverju árinu sem líður og ég er að spila eins og ég vil að ég geri. Sá dagur sem ég hætti að bæta mig verður sá dagur sem ég hætti í fótbolta," sagði Zlatan Ibrahimovic við blaðmenn í Færeyjum.

„Ég er ekki kominn í hundrað prósent form ennþá. Ég hef skorað fullt af mörkum og spilað vel en það voru tveir leikir sem ég spilaði ekki nógu vel. Liðsfélagar mínir vita hvaða leikir það voru," sagði Zlatan en hann hefur skorað 10 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum í frönsku deildinni.

Zlatan Ibrahimovic hefur skorað 5 mörk í 8 landsleikjum á þessu ári og alls 33 mörk í 82 landsleikjum. Hann er líklegur til að bæta við mörkum á Tórsvelli á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×