Fótbolti

Leikmenn Sáda kallaðir sandapar

Greinin umdeilda sem nú er horfin.
Greinin umdeilda sem nú er horfin.
Forráðamenn knattspyrnusambands Sádi-Arabíu hreinlega trylltust er þeir lásu á vefsíðu knattspyrnusambands Asíu að lið þeirra væri kallað: "Sandaparnir."

Þeir voru fljótir að senda inn kvörtun sem var vel tekið í. Sádarnir fengu afsökunarbeiðnu og greinin var síðan tekin út af síðunni.

Afsökun vefsíðunnar var sú að sá er skrifaði væri nýliði. Hann hefði notað Wikipedia til þess að athuga hvað liðið væri kallað og fengið svarið Sandaparnir.

Annars er landslið Sáda kallað "Al Abyad" sem þýðist sem þeir hvítu. Það er nokkuð frá sandapar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×