Íslenski boltinn

Rúnar Már til reynslu hjá SönderjyskE

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður og leikmaður Vals, mun á næstunni æfa með danska úrvalsdeildarliðinu SönderjyskE.

Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag. Rúnar Már var á dögunum valinn í A-landslið karla og þá fékk hann hæstu meðaleinkunn allra leikmanna Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu.

Hann gerði nýjan þriggja ára samning við Val í gær en stefnir engu að síður að því að komast að hjá erlendu félagsliði.

Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson eru báðir á mála hjá SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×