Segir mistök að hafa ákært Geir Haarde einan Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. október 2012 21:16 Það voru mistök að ákæra Geir Haarde einan, í stað þess að ákæra líka Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Mathiesen. Þetta segir Pieter Omtzigt, sem lagði fram minnisblað í laganefnd Evrópuráðsþingsins, í dag. Omtzigt hefur skoðað réttarhöldin um nokkurra mánaða skeið og kom meðal annars hingað til lands í vor vegna þess. Meginniðurstaða hans er sú að ekki hafi átt að sækja Geir til saka. Hann hefði átt að sæta annarskonar ábyrgð. Omtzigt segir að íslensk stjórnvöld hafi reynt að láta heiðarleg réttarhöld fara fram en það hafi ekki tekist. „Það voru of mikil pólitísk áhrif á réttarhöldin," segir hann. „Þingið ákvað að ákæra einn í stað annarra þriggja, þvert á ráðleggingar. Það voru því of mikil pólitísk áhrif sem lítur ekki vel út," segir Omtzigt. Hann segir að ekki hafi átt að láta fara fram sakamálaréttarhöld í tilfelli Geirs, eins og gert var. „Sakamálaréttarhöld eiga við þegar glæpsamleg vanræksla eða einbeittur brotavilji á sér stað," segir hann. En pólitíkusar taki oft erfiðar ákvarðanir þar sem ekki er vitað hver niðurstaðan verður. „Svo lengi sem þeir eru heiðarlegir í ákvarðanatöku ættu þeir að sæta pólitískri ábyrgð en ekki svara til saka," segir Omtzigt. Öðru gegni þegar mannslíf eru í hættu og ráðherra skýtur skollaeyrum við. „Í tilfelli Íslands gæti það verið ef eldgos yrði og ráðherra veit það en hann neitar að grípa til aðgerða til að rýma hættusvæðið," segir Omtzigt. Horfa má á ítarlegt viðtal við Omtzigt með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" en athugið að viðtalið er óklippt og ótextað. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira
Það voru mistök að ákæra Geir Haarde einan, í stað þess að ákæra líka Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Mathiesen. Þetta segir Pieter Omtzigt, sem lagði fram minnisblað í laganefnd Evrópuráðsþingsins, í dag. Omtzigt hefur skoðað réttarhöldin um nokkurra mánaða skeið og kom meðal annars hingað til lands í vor vegna þess. Meginniðurstaða hans er sú að ekki hafi átt að sækja Geir til saka. Hann hefði átt að sæta annarskonar ábyrgð. Omtzigt segir að íslensk stjórnvöld hafi reynt að láta heiðarleg réttarhöld fara fram en það hafi ekki tekist. „Það voru of mikil pólitísk áhrif á réttarhöldin," segir hann. „Þingið ákvað að ákæra einn í stað annarra þriggja, þvert á ráðleggingar. Það voru því of mikil pólitísk áhrif sem lítur ekki vel út," segir Omtzigt. Hann segir að ekki hafi átt að láta fara fram sakamálaréttarhöld í tilfelli Geirs, eins og gert var. „Sakamálaréttarhöld eiga við þegar glæpsamleg vanræksla eða einbeittur brotavilji á sér stað," segir hann. En pólitíkusar taki oft erfiðar ákvarðanir þar sem ekki er vitað hver niðurstaðan verður. „Svo lengi sem þeir eru heiðarlegir í ákvarðanatöku ættu þeir að sæta pólitískri ábyrgð en ekki svara til saka," segir Omtzigt. Öðru gegni þegar mannslíf eru í hættu og ráðherra skýtur skollaeyrum við. „Í tilfelli Íslands gæti það verið ef eldgos yrði og ráðherra veit það en hann neitar að grípa til aðgerða til að rýma hættusvæðið," segir Omtzigt. Horfa má á ítarlegt viðtal við Omtzigt með því að smella á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" en athugið að viðtalið er óklippt og ótextað.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar Sjá meira