Fótbolti

Unglingaliðsþjálfari Red Bulls stunginn til bana á Manhattan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Jones.
Mike Jones. Mynd/Heimasíða New York Red Bulls
Mike Jones, unglingaliðsþjálfari hjá bandaríska fótboltafélaginu New York Red Bulls, var stunginn til bana á Union Square torginu í Manhattan í New York eldsnemma á sunnudagsmorguninn. Hann var aðeins 25 ára gamall.

Jones var stunginn mörgum sinnum á hrottalega hátt. Árásamaðurinn er talinn vera á aldrinum 25 til 30 ára og með svart tagl en þeir sáust á gangi saman á öryggismyndavél í nágrenninu.

Mike Jones þjálfaði krakka á aldrinum 7 til 14 ára og undirbjó þau fyrir akademíu félagsins. Red Bulls staðfesti lát Jones í fréttatilkynningu þar sem segir að hann hafi verið mikill fótboltaáhugamaður og góður vinur.

„Við vitum af þessum harmleik og fyrir hönd allra hjá félaginu þá vil ég senda okkar innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu Michael, vina hans og ástvina. Hann var einstakur maður, frábær þjálfari sem elskaði fótbolta og mikill vinur margra okkar," sagði í fréttatilkynningunni.

„Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann og við munum gera okkar allra besta í að aðstoða yfirvöld í rannsókn sinni. Við biðjum fyrir fjölskyldu Michael," sagði ennfremur í yfirlýsingu New York Red Bulls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×