Innlent

Þrír sautján ára með kannabis

BBI skrifar
Kannabis.
Kannabis. Mynd/Páll Bergmann
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina þrjá unga menn í umferðinni sem reyndust vera í bíltúr undir áhrifum kannabisefna. Í bílnum voru bæði kannabisefni og áhöld til neyslu þeirra. Piltarnir voru handteknir og færðir á lögreglustöð. Við yfirheyrslu kom fram að þeir höfðu skotið saman til að kaupa fíkniefnin og reykt hluta þeirra í sameiningu. Þar sem þeir voru ekki nema sautján ára var barnaverndarnefnd gert viðvart um atvikið.

Fleira bar til tíðinda hjá lögreglunni á Suðurnesjum um helgina því hún stöðvaði karlmann vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Þegar hann var yfirheyrður kom á daginn að hann var sömuleiðis ökuréttindalaus og hafði auk þess stolið skráningarnúmeri bifreiðar sinnar af annarri bifreið. Hann var handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×