Íslenski boltinn

Fylkismenn nýttu landsleikjafríin vel í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Þórhallsson í leik með Fylki í sumar.
Jóhann Þórhallsson í leik með Fylki í sumar. mynd / Ernir
Ásmundur Arnarsson og lærisveinar hans í Fylki náðu aldrei betri úrslitum í sumar en í fyrstu leikjunum eftir að landsleikjahlé var gert á Pepsi-deild karla í sumar.

Fylkir tapaði síðustu leikjum sínum fyrir bæði landsleikjafríin nokkuð stórt. Annars vegar 8-0 fyrir FH og svo 4-0 fyrir Fram.

En Árbæingar mættu svo öflugir til leiks að því loknu og unnu ríflegan meirihluta stiga í næstu leikjum á eftir.

Fylkir gerði 2-2 jafntefli við Grindavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í gær og endaði tímabilið í sjöunda sæti með 31 stig.

Landsleikjafrí í júní

Síðasti leikur fyrir frí: 0-8 tap fyrir FH

Fyrstu 3 leikir eftir frí: 7 stig af 9 mögulegum (78 prósent)

1-0 sigur á Fram

2-1 sigur á Selfossi

1-1 jafntefli við Breiðablik

Landsleikjafrí í september

Síðasti leikur fyrir frí: 0-4 tap fyrir Fram

Fyrstu 4 leikir eftir frí: 8 stig af 12 mögulegum (67 prósent)

2-0 sigur á Selfossi

1-1 jafntefli við Breiðablik

3-2 sigur á KR

2-2 jafntefli við Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×