Íslenski boltinn

Hannes Þór á reynslu til Randers í Danmörku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd/Hag
Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, mun fara til reynslu til danska knattspyrnuliðsins Randers og verður þar næstu vikuna.

Frá þessu greindi vefsíðan fotbolti.net í kvöld. Hannes hefur áður farið út á reynslu til liða erlendis og núna síðast hjá Brann í Noregi.

„Ég er búinn að daðra við þetta í dálítinn tíma og það væri gaman að taka skrefið og komast í stærra umhverfi. Það er eitthvað sem mig langar að prófa að upplifa og stefni að. Ef það býðst þá mun ég taka þann möguleika," sagði Hannes í viðtali við fotbolta.net í dag.

Íslendingurinn Theódór Elmar Bjarnason leikur sem stendur með félaginu og hittir Hannes fyrir landa sinn í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×