Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Kaplakrikavelli skrifar 20. september 2012 16:15 Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur. Fyrri hálfleikur var allt annað en fjörugur. ÍA réð vel við sóknir FH en Skagamenn gerður sjálfir lítið fram á við. Einar Karl Ingvarsson átti tvö góð skot sem Páll Gísli Jónsson varði vel en annars var fátt um fína drætti sóknarlega hjá liðunum. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. FH náði að hrista af sér fögnuð vikunnar eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í vikunni og sóttu mikið. Skyndisóknir ÍA voru einnig mun betri en í fyrri hálfleik og uppskáru gestirnir mark eftir eina slíka á 62. mínútu þegar Dean Martin nýtti sér mistök Gunnleifs í markinu og skallaði fyrirgjöf Andra Adolphssonar yfir marklínuna. Heimir Guðjónsson þjálfari FH skipti tveimur 19 ára piltum inn á um miðbik seinni hálfleiks, Emil Pálssyni og Kristjáni Gauta Emilssyni, og hresstu þeir báðir upp á sóknarleik FH. FH átti sérstaklega auðvelt með að sækja upp hægri kantinn og reyndi Þórður Þórðarson að svara því með að skipta Einari Loga Einarssyni af leikvelli fyrir Guðjón Heiðar Sveinsson en án árangurs. Það er eftir fyrirgjöf frá hægri sem jöfnunarmark FH kom, Einar Karl átti fyrirgjöfina, Kristján Gauti skallaði á markið sem Páll Gísli varði vel og Emil Pálsson fylgdi á eftir. Allt 19 ára gamlir leikmenn þar að verki hjá FH. FH pressaði og pressaði út leikinn og þegar ÍA virtist ætla að halda stiginu náði FH skyndisókn þar sem tvær sendingar frá vítateig fór inn fyrir vörn ÍA þar sem Atli Guðnason stakk sér og skoraði sigurmarkið á síðasta andartaki leiksins. Karakter FH í sumar krystallaðist í sigurmarkinu, liðið hættir aldrei og eins marks sigur staðreynd. ÍA varð af mikilvægu stigi í baráttunni um Evrópusæti og ljóst að liðið þarf sex stig í síðustu leikjunum tveimur til að eiga möguleika á að taka þátt í Evrópukeppni næsta sumar. Heimir: Eitt lið á vellinum síðustu tuttugu„Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu. Við komum út og boltinn gekk ekki hratt á milli manna. Við vorum að klappa boltanum of mikið. Það vantaði hreyfingu og þeir náðu að loka á okkur með því að spila agaðan og mjög góðan varnarleik. Í seinni hálfleik var meiri hreyfing á liðinu og við náðum að halda boltanum innan liðsins og náðum að klára þetta. Síðustu tuttugu mínúturnar fannst mér eitt lið vera á vellinu," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Við vissum að þetta gæti orðið erfiður leiki og fyrri hálfleikur sýndi það en menn spýttu í lófana í seinni hálfleik og líka í ljósi þess að stuðningsmenn FH voru að koma hingað á fimmtudegi klukkan fimm. Þeir hafa stutt okkur frábærlega í síðustu leikjum og áttu skilið að við sýndum á einhverjum tímapunkti alvöru knattspyrnu. „Kristján Gauti kom gríðarlega öflugur inn í liði og Emil Pálsson líka. Þeir hresstu upp á leik liðsins og jöfnunarmarkið var Einar Karl, Kristján Gauti, Emil Páls, allt strákar fæddir 1993. Framtíðin er björt hjá FH," sagði sigurreifur Heimir Guðjónsson í leikslok. Þórður: Hefðum sætt okkur við stig„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við vorum mjög vinnusamir í leiknum og áttum skilið miðað við þá vinnu að minnsta kosti eitt stig,“ sagði svekktur Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. „Mér fannst mínir menn spila leikinn ágætlega. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og loka vissum svæðum sem við gerðum að stærstu leiti allan leikinn mjög vel og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel. Við fengum færi til að skora alveg eins og þeir. Þeir voru vissulega meira með boltann en það er svekkelsi að ná ekki neinu út úr leiknum miðað við vinnuna. „FH er með besta liðið, taflan lýgur engu með það. Við vissum að við myndum spila erfiðan leik á móti góðu sóknarliði. Mér fannst við heilt yfir ná að loka ágætlega á þá. „FH fær margfallt betri færi en mörkin koma upp úr. Markmaðurinn hjá mér á auðvitað að hirða krossinn í fyrra markinu. Hann er fastur á línunni. Í öðru markinu eigum við of stutta sendingu inn fyrir vörnina sem þeir skalla frá og þeir bruna á okkur, sending inn fyrri og mark. Það var aulaskapur hjá okkur. FH-ingar fengu betri færi til að skora en þetta en nýttu það ekki. „Við hefðum alveg sætt okkur við eitt stig á móti besta liði landsins á heimavelli þeirra. Evrópubaráttan er ekki búin. Við förum í tvo síðustu leikina til að vinna, eins og við ætluðum að gera í dag líka en það er ekki alltaf allt með manni,“ sagði Þórður að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur. Fyrri hálfleikur var allt annað en fjörugur. ÍA réð vel við sóknir FH en Skagamenn gerður sjálfir lítið fram á við. Einar Karl Ingvarsson átti tvö góð skot sem Páll Gísli Jónsson varði vel en annars var fátt um fína drætti sóknarlega hjá liðunum. Allt annað var uppi á tengingum í seinni hálfleik. FH náði að hrista af sér fögnuð vikunnar eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í vikunni og sóttu mikið. Skyndisóknir ÍA voru einnig mun betri en í fyrri hálfleik og uppskáru gestirnir mark eftir eina slíka á 62. mínútu þegar Dean Martin nýtti sér mistök Gunnleifs í markinu og skallaði fyrirgjöf Andra Adolphssonar yfir marklínuna. Heimir Guðjónsson þjálfari FH skipti tveimur 19 ára piltum inn á um miðbik seinni hálfleiks, Emil Pálssyni og Kristjáni Gauta Emilssyni, og hresstu þeir báðir upp á sóknarleik FH. FH átti sérstaklega auðvelt með að sækja upp hægri kantinn og reyndi Þórður Þórðarson að svara því með að skipta Einari Loga Einarssyni af leikvelli fyrir Guðjón Heiðar Sveinsson en án árangurs. Það er eftir fyrirgjöf frá hægri sem jöfnunarmark FH kom, Einar Karl átti fyrirgjöfina, Kristján Gauti skallaði á markið sem Páll Gísli varði vel og Emil Pálsson fylgdi á eftir. Allt 19 ára gamlir leikmenn þar að verki hjá FH. FH pressaði og pressaði út leikinn og þegar ÍA virtist ætla að halda stiginu náði FH skyndisókn þar sem tvær sendingar frá vítateig fór inn fyrir vörn ÍA þar sem Atli Guðnason stakk sér og skoraði sigurmarkið á síðasta andartaki leiksins. Karakter FH í sumar krystallaðist í sigurmarkinu, liðið hættir aldrei og eins marks sigur staðreynd. ÍA varð af mikilvægu stigi í baráttunni um Evrópusæti og ljóst að liðið þarf sex stig í síðustu leikjunum tveimur til að eiga möguleika á að taka þátt í Evrópukeppni næsta sumar. Heimir: Eitt lið á vellinum síðustu tuttugu„Fyrri hálfleikur var ekki góður af okkar hálfu. Við komum út og boltinn gekk ekki hratt á milli manna. Við vorum að klappa boltanum of mikið. Það vantaði hreyfingu og þeir náðu að loka á okkur með því að spila agaðan og mjög góðan varnarleik. Í seinni hálfleik var meiri hreyfing á liðinu og við náðum að halda boltanum innan liðsins og náðum að klára þetta. Síðustu tuttugu mínúturnar fannst mér eitt lið vera á vellinu," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í leikslok. „Við vissum að þetta gæti orðið erfiður leiki og fyrri hálfleikur sýndi það en menn spýttu í lófana í seinni hálfleik og líka í ljósi þess að stuðningsmenn FH voru að koma hingað á fimmtudegi klukkan fimm. Þeir hafa stutt okkur frábærlega í síðustu leikjum og áttu skilið að við sýndum á einhverjum tímapunkti alvöru knattspyrnu. „Kristján Gauti kom gríðarlega öflugur inn í liði og Emil Pálsson líka. Þeir hresstu upp á leik liðsins og jöfnunarmarkið var Einar Karl, Kristján Gauti, Emil Páls, allt strákar fæddir 1993. Framtíðin er björt hjá FH," sagði sigurreifur Heimir Guðjónsson í leikslok. Þórður: Hefðum sætt okkur við stig„Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við vorum mjög vinnusamir í leiknum og áttum skilið miðað við þá vinnu að minnsta kosti eitt stig,“ sagði svekktur Þórður Þórðarson þjálfari ÍA. „Mér fannst mínir menn spila leikinn ágætlega. Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og loka vissum svæðum sem við gerðum að stærstu leiti allan leikinn mjög vel og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel. Við fengum færi til að skora alveg eins og þeir. Þeir voru vissulega meira með boltann en það er svekkelsi að ná ekki neinu út úr leiknum miðað við vinnuna. „FH er með besta liðið, taflan lýgur engu með það. Við vissum að við myndum spila erfiðan leik á móti góðu sóknarliði. Mér fannst við heilt yfir ná að loka ágætlega á þá. „FH fær margfallt betri færi en mörkin koma upp úr. Markmaðurinn hjá mér á auðvitað að hirða krossinn í fyrra markinu. Hann er fastur á línunni. Í öðru markinu eigum við of stutta sendingu inn fyrir vörnina sem þeir skalla frá og þeir bruna á okkur, sending inn fyrri og mark. Það var aulaskapur hjá okkur. FH-ingar fengu betri færi til að skora en þetta en nýttu það ekki. „Við hefðum alveg sætt okkur við eitt stig á móti besta liði landsins á heimavelli þeirra. Evrópubaráttan er ekki búin. Við förum í tvo síðustu leikina til að vinna, eins og við ætluðum að gera í dag líka en það er ekki alltaf allt með manni,“ sagði Þórður að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira