Innlent

Bæta verði kjör og vinnuumhverfi

Nauðsynlegt er að bæta kjör og vinnuumhverfi á Landspítalanum. Þetta kom fram á fundi Læknafélags Reykjavíkur og Félagi almennra lækna í kvöld.

„Við vaxandi álag, erfiðar vinnuaðstæður og vanmat á störfum fagfólks er auðvelt að skilja hvers vegna straumur heilbrigðisstarfsmanna hefur verið úr landi," segir í ályktun fundarins.

Í henni kemur einnig fram að rof hafi orðið á trausti, trúnaði og heilindum milli heilbrigðisstarfsmanna og yfirstjórnar heilbrigðismála.

„Niðurskurður á fjárframlögum til heilbrigðismála er komin út yfir þolmörk. Ábyrgð heilbrigðisyfirvalda er mikil. Læknasamtökin hvetja því yfirvöld til tafarlausra úrbóta áður en óbætanlegur skaði hlýst af."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×