Innlent

Systkinin frá Kjóastöðum í Biskupstungum 966 ára gömul

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Systkinin frá Kjóastöðum samankomin.
Systkinin frá Kjóastöðum samankomin. mynd/ dfs
Systkinin 16 frá Kjóastöðum í Biskupstungum, sem eru öll lifandi er nú samtals 966 ára gömul og verða um áramótin 974 ára. 17. september 2014 þegar eitt systkinið, Sigþrúður verður 46 ára verða systkinin 1000 ára ef Guð lofar. Foreldrar þeirra hétu Sigríður Gústafsdóttir og Jónas Ólafsson.

Á myndinni eru Kjóastaðasystkinin og aldur þeirra í sviga, efri röð frá vinstri: Egill (51) (52 í desember), Ólafur Þór (69) (70 í desember), Bárður (49) (50 í september.), Gústaf (70), Sigríður (71), Karl Þórir (68), Svanhvít (67), Magnús (60), Þorvaldur (57) (58 í október) og Loftur (58) 59 í september). Neðri röð frá vinstri, Guðmundur (56), Sigþrúður (45) (46 í september), Guðrún (62), Ágústa Halla (54) (55 í september), Halldóra (64) og Þórey (65) (66 í nóvember).

Meðfylgjandi mynd var tekin á ættarmóti fjölskyldunnar á Geysi í Haukadal sumarið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×