Innlent

Ráðist á þingmanninn Sigmund Erni á bar á Akureyri

Ráðist var á þingmanninn Sigmund Erni Rúnarsson þegar hann var staddur á Ljóðahátíð hjá Ljóðaklúbbnum Akureyrska Populus Tremule á bar á Akureyri, aðfararnótt sunnudags.

Í samtali við DV segir Sigmundur Ernir að drukkinn maður í miklu ójafnvægi hafi veist að honum með ofbeldi.

Sérsveitarmaður var á staðnum, yfirbugaði manninn á augabragði og kom þannig þingmanninum til bjargar sem slasaðist ekki við árásina.

Sigmundur þakkar sérsveitarmanninum fyrir skjót viðbrögð enda óvíst hvernig hefði farið, hefði hann ekki gripið inn í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×