Tjón af völdum eldsvoða nam um 1,5 milljörðum króna Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. september 2012 09:33 Eldur kom upp í Hringrás í fyrra. mynd/ vilhelm. Eignartjón af völdum eldsvoða nam 1434 milljónum króna á síðasta ári og var 468 milljónum króna undir meðaltali áranna 1981-2011, eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Mannvirkjastofnunar fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að tjón af völdum eldsvoða á Íslandi, hvort sem það er mælt í mannslífum eða eignatjóni, sé með því minnsta sem gerist miðað við nálæg lönd. Skýringar á minna eignatjóni séu vafalaust margar. Það hversu hús eru hér almennt lítil og steinsteypt og lítið um gömul hús á vafalaust stóran hlut að máli.Enginn lést í eldsvoða Enginn lést í eldsvoða í fyrra, hvorki í mannvirki né annars staðar, og er það fjórða árið frá aldamótum sem enginn ferst í eldsvoða. Alls hafa 58 manns farist í eldsvoðum í mannvirkjum frá árinu 1979 eða að meðaltali 1,72 á ári. Þetta samsvarar 0,63 banaslysum á ári á hverja 100 þúsund íbúa sem er um helmingur af því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Auk þessara aðila hafa níu manns farist í öðrum eldsvoðum, svo sem í skipum og bílum á þessu tímabili. Þegar þessar tölur eru skoðaðar nánar sést að flest banaslysin eru í janúar eða alls 13. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem er í næsta mánuði á eftir en fæst eru slysin í júní, júlí og nóvember eða tvö í hverjum mánuði. Flest verða slysin á laugardögum eða 12 talsins en fæst á þriðjudögum þegar þau eru þrjú. Þá er áberandi að flest slysin eru í upphafi mánaðar en fer fækkandi þegar líður á mánuðinn. Sé tíðni banaslysa skoðuð eftir mánaðardögum kemur í ljós að 38 prósent allra banaslysa á sér stað í fyrstu viku mánaðar en einungis 17 prósent á seinustu níu dögum mánaðarins. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Eignartjón af völdum eldsvoða nam 1434 milljónum króna á síðasta ári og var 468 milljónum króna undir meðaltali áranna 1981-2011, eftir því sem fram kemur í ársskýrslu Mannvirkjastofnunar fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að tjón af völdum eldsvoða á Íslandi, hvort sem það er mælt í mannslífum eða eignatjóni, sé með því minnsta sem gerist miðað við nálæg lönd. Skýringar á minna eignatjóni séu vafalaust margar. Það hversu hús eru hér almennt lítil og steinsteypt og lítið um gömul hús á vafalaust stóran hlut að máli.Enginn lést í eldsvoða Enginn lést í eldsvoða í fyrra, hvorki í mannvirki né annars staðar, og er það fjórða árið frá aldamótum sem enginn ferst í eldsvoða. Alls hafa 58 manns farist í eldsvoðum í mannvirkjum frá árinu 1979 eða að meðaltali 1,72 á ári. Þetta samsvarar 0,63 banaslysum á ári á hverja 100 þúsund íbúa sem er um helmingur af því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Auk þessara aðila hafa níu manns farist í öðrum eldsvoðum, svo sem í skipum og bílum á þessu tímabili. Þegar þessar tölur eru skoðaðar nánar sést að flest banaslysin eru í janúar eða alls 13. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem er í næsta mánuði á eftir en fæst eru slysin í júní, júlí og nóvember eða tvö í hverjum mánuði. Flest verða slysin á laugardögum eða 12 talsins en fæst á þriðjudögum þegar þau eru þrjú. Þá er áberandi að flest slysin eru í upphafi mánaðar en fer fækkandi þegar líður á mánuðinn. Sé tíðni banaslysa skoðuð eftir mánaðardögum kemur í ljós að 38 prósent allra banaslysa á sér stað í fyrstu viku mánaðar en einungis 17 prósent á seinustu níu dögum mánaðarins.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira