Innlent

Eygló gefur kost á sér í Kraganum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar að gefa kost á sér í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir næstu kosningar. Siv Friðleifsdóttir var í fyrsta sæti listans í Suðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar 2009 en hún tilkynnti í morgun að hún ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram. Eygló Harðardóttir situr núna á þingi fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi og því er ljóst að hún mun flytjast á milli kjördæma. Eins og fram hefur komið hyggst formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, líka flytja sig milli kjördæma en hann ætlar að færa sig frá Reykjavík í Norðausturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×