Innlent

Bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri styður Höskuld

Höskuldur Þórhallsson.
Höskuldur Þórhallsson.
„Menn eru bara hissa. Ég held að Höskuldur njóti trausts hérna í bænum, þannig að hann á vísan stuðning margra komi til kosninga. Þessi staða er auðvitað ekki góð fyrir flokkinn, vonandi tekst að landa málinu þannig að allir verði sáttir," segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri í viðtali við Vikudag en þar kemur fram að Guðmundur styðji Höskuld Þórhallsson til þess að bjóða sig fram í fyrsta sætið í Norðausturkjördæmi en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hefur ákveðið að gefa kost á sér í sætið í stað þess að bjóða sig fram í Reykjavík Norður eins og áður.

Svo virðist sem tilkynning formannsins komi Guðmundi í opna skjöldu, en hann segir ennfremur í viðtali við Vikudag að það væri skynsamlegast ef Sigmundur byði sig fram í Reykjavík.

„Við þurfum að vinna vígi í höfuðborginni og Sigmundur Davíð er rétti aðilinn til að ráðast í það verkefni, enda hefur hann staðið sig vel. Í höfuðborginni eru flest atkvæðin og þess vegna er nauðsynlegt að mínu viti að formaður flokksins fari fyrir framboðslista þar," segir Guðmundur. Hægt er að lesa nánar um málið á vef Vikudags.


Tengdar fréttir

Hasar í Framsókn

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Höskuldur Þórhallsson, framsóknarmaður, eigi í átökum sem lítið sé reynt að fela.

Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×