Íslenski boltinn

Ragnar rekinn frá HK

Ragnar á bekknum hjá HK.
Ragnar á bekknum hjá HK.
HK hefur ákveðið að reka Ragnar Gíslason sem þjálfara karlaliðs félagsins. Aðstoðarmaður hans, Þorsteinn Gunnarsson, sagði upp störfum fyrr í dag.

Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu í kvöld. Þar kemur fram að Ragnar hafi tjáð leikmönnum liðsins í kvöld að hann hafi verið látinn fara.

Hann var aðeins markatölu frá því að koma HK upp úr 2. deildinni í sumar. Hann tók við liðinu í kaldakolum síðasta sumar af Tómasi Inga Tómassyni.

Ekki liggur fyrir hver muni taka við HK-liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×