Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Valur 2-1 Benedikt Grétarsson skrifar 29. september 2012 00:01 Íslandsmeistarar FH enduðu mótið á réttan hátt og unnu Valsmenn 2-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Albert Brynjar Ingason og Ólafur Páll Snorrason komu heimamönnum í 2-0 áður en Haukur Páll Sigurðsson minnkaði muninn fyrir gestina. Leikurinn skipti í sjálfu sér ekki miklu máli, FH-ingar voru orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu síðan og Valsmenn sigldu lygnan sjó um miðja deild. Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9.mínútu leiksins skoraði Albert Brynjar Ingason eftir glæsilega stungusendingu Atla Guðnasonar. Albert kláraði færið virkilega vel og höfðu menn á orði að þarna hefði hann minnt óneitanlega á föður sinn, Inga Björn Albertsson, næstmarkahæsta leikmann Íslandsmótsins frá upphafi. FH-ingar hefðu hæglega getað bætt við mörkum í fyrri hálfleik en voru á köflum klaufar í ágætum færum. Staðan því 1-0 í hálfleik og gátu Valsmenn vel unað við þá stöðu. Síðari hálfleikur var jafnari en þó höfðu FH-ingar áfram ágætis tök á leiknum. Það kom því ekki á óvart að þeir skyldu bæta við marki en þar var að verki Ólafur Páll Snorrason sem fylgdi eftir skoti Björns Daníels Sverrissonar. Vel gert hjá Ólafi en líklega hefði Sindri átt að gera betur í skotinu frá Birni. Valsmenn hresstust örlítið og 12 mínútum fyrir leikslok gaf Haukur Páll Sigurðsson þeim vonarglætu þegar hann potaði boltanum í markið eftir fyrirgjöf Rúnars Más Sigurjónssonar. FH hélt fengnum hlut til leiksloka og helst vakti athygli skipting Bjarka Gunnlaugssonar af leikvelli á 89.mínútu leiksins. Bjarki fékk standandi lófaklapp frá aðdáendum FH og það verður eftirsjá af þessum frábæra leikmanni en hann leggur skóna á hilluna frægu eftir mótið. FH spilaði þennan leik með miklum ágætum og það var sérstaklega gaman að sjá baráttuna í leikmönnum liðsins í leik sem skipti nánast engu máli. Vörnin steig ekki feilspor og miðju- og sóknarmenn liðsins sköpuðu fullt af færum. FH er besta lið landsins, á því leikur enginn vafi. Valsmenn voru ekki öfundsverðir í þessum leik. FH var í ágætum gír og þá er einfaldlega mjög erfitt að eiga við Íslandsmeistarana. Rúnar Már var þeirra bestur, ekki í fyrsta skipti í sumar.Atli Guðnason: Náði mínum markmiðum Atli Guðnason spilaði vel í dag þrátt fyrir að ná ekki að skora. Atli fær gullskóinn með sín 12 mörk og var að vonum sáttur eftir leikinn. „Ég setti mér tvö markmið í vor, að verða Íslandsmeistari og að verða markakóngur. Ég náði þeim báðum, þannig að ég get ekki verið annað en sáttur.“ Atli er sammála þeim sem tala um flotta umgjörð og sterkt bakland í Kaplakrika. „Það er vissulega gott starf unnið á öllum sviðum í FH en það má alls ekki gleymast að það eru leikmennirnir sem skapa grundvöllinn fyrir svona umgjörð með frammistöðu sinni á vellinum.“Albert Brynjar Ingason: Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað Albert Brynjar Ingason kom til FH fyrir tímabilið og hann fagnar titli á sínu fyrsta ári í Hafnarfirðinum. „Þetta er ástæðan fyrir vistaskiptum mínum og þetta er hrikalega ljúft. Heimir þjálfari hefur verið mjög duglegur að hamra á því að allir leikir verði að vinnast og hann benti réttilega á það að tap í dag myndi skemma fagnaðarlætin fyri okkur.“ Albert er nokkuð sáttur við sína frammistöðu í sumar. „Ég var á bekknum töluvert framan af móti en hef verið að setja nokkur mörk undir lok tímabilsins og vinna vel fyrir liðið. Ég er því bara nokkuð sáttur við mína frammistöðu í sumar.“Bjarki Gunnlaugsson: Þú mátt skjóta mig ef þú sérð mig á næsta ári Gamli refurinn Bjarki Gunnlaugsson fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og er ákveðinn í því að hann sé hættur í fótbolta. „Tja, þú mátt skjóta mig ef þú sérð mig á fótboltavellinum á næsta ári!“ Bjarki vill meina að stöðugleikinn hafi öðru fremur skapað sigur FH í mótinu í ár. „Við höfum verið liða stöðugastir og verið að landa sigrum þó að frammistaðan hafi ekki alltaf verið frábær. Það er einkenni góðra liða og þetta FH-lið er að mínu mati með þeim betri sem ég hef spilað með hér á landi.“Kristján Guðmundsson: Nokkrir jákvæðir punktar hjá okkur Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir tap. „Við vorum ágætir í þessum leik og hefðum jafnvel getað tekið eitt stig úr leiknum. Það er bara skrambi erfitt að eiga við FH-ingana og þeir sýndu hvers vegna á köflum hér í dag.“ Kristján segir bæði jákvæða og neikvæða punkta í leik Vals í sumar. „Við erum alltof óstöðugir, vinnum góða sigra en dettum svo hrikalega illa niður á milli. Framganga Rúnars Más Sigurjónssonar, Kolbeins Kárasonar og Indriða Áka Þorlákssonar er mikið gleðiefni fyrir okkur og þessir leikmenn gáfu okkur mjög góða leiki í sumar.“Rúnar Már Sigurjónsson: Nú tek ég mér hvíld Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað frábærlega í sumar og hann var greinilega nokkuð feginn að tímabilinu væri lokið. „Skrokkurinn er akki alveg í lagi í augnablikinu og nú ætla ég bara að hvílast vel eftir strembið tímabil.“ Samningur Rúnars við Valsmenn rennur út eftir tímabilið og ljóst að mörg lið munu bera víurnar í þennan snjalla leikmann. Rúnar sjálfur vildi hins vegar lítið gefa út hvort að hann spilaði með Val á næsta ári. „Eins og ég sagði áðan, þá ætla ég bara að hvílast vel og svo skoða ég bara mín mál í rólegheitum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira
Íslandsmeistarar FH enduðu mótið á réttan hátt og unnu Valsmenn 2-1 á heimavelli sínum í Kaplakrika. Albert Brynjar Ingason og Ólafur Páll Snorrason komu heimamönnum í 2-0 áður en Haukur Páll Sigurðsson minnkaði muninn fyrir gestina. Leikurinn skipti í sjálfu sér ekki miklu máli, FH-ingar voru orðnir Íslandsmeistarar fyrir löngu síðan og Valsmenn sigldu lygnan sjó um miðja deild. Heimamenn byrjuðu af krafti og strax á 9.mínútu leiksins skoraði Albert Brynjar Ingason eftir glæsilega stungusendingu Atla Guðnasonar. Albert kláraði færið virkilega vel og höfðu menn á orði að þarna hefði hann minnt óneitanlega á föður sinn, Inga Björn Albertsson, næstmarkahæsta leikmann Íslandsmótsins frá upphafi. FH-ingar hefðu hæglega getað bætt við mörkum í fyrri hálfleik en voru á köflum klaufar í ágætum færum. Staðan því 1-0 í hálfleik og gátu Valsmenn vel unað við þá stöðu. Síðari hálfleikur var jafnari en þó höfðu FH-ingar áfram ágætis tök á leiknum. Það kom því ekki á óvart að þeir skyldu bæta við marki en þar var að verki Ólafur Páll Snorrason sem fylgdi eftir skoti Björns Daníels Sverrissonar. Vel gert hjá Ólafi en líklega hefði Sindri átt að gera betur í skotinu frá Birni. Valsmenn hresstust örlítið og 12 mínútum fyrir leikslok gaf Haukur Páll Sigurðsson þeim vonarglætu þegar hann potaði boltanum í markið eftir fyrirgjöf Rúnars Más Sigurjónssonar. FH hélt fengnum hlut til leiksloka og helst vakti athygli skipting Bjarka Gunnlaugssonar af leikvelli á 89.mínútu leiksins. Bjarki fékk standandi lófaklapp frá aðdáendum FH og það verður eftirsjá af þessum frábæra leikmanni en hann leggur skóna á hilluna frægu eftir mótið. FH spilaði þennan leik með miklum ágætum og það var sérstaklega gaman að sjá baráttuna í leikmönnum liðsins í leik sem skipti nánast engu máli. Vörnin steig ekki feilspor og miðju- og sóknarmenn liðsins sköpuðu fullt af færum. FH er besta lið landsins, á því leikur enginn vafi. Valsmenn voru ekki öfundsverðir í þessum leik. FH var í ágætum gír og þá er einfaldlega mjög erfitt að eiga við Íslandsmeistarana. Rúnar Már var þeirra bestur, ekki í fyrsta skipti í sumar.Atli Guðnason: Náði mínum markmiðum Atli Guðnason spilaði vel í dag þrátt fyrir að ná ekki að skora. Atli fær gullskóinn með sín 12 mörk og var að vonum sáttur eftir leikinn. „Ég setti mér tvö markmið í vor, að verða Íslandsmeistari og að verða markakóngur. Ég náði þeim báðum, þannig að ég get ekki verið annað en sáttur.“ Atli er sammála þeim sem tala um flotta umgjörð og sterkt bakland í Kaplakrika. „Það er vissulega gott starf unnið á öllum sviðum í FH en það má alls ekki gleymast að það eru leikmennirnir sem skapa grundvöllinn fyrir svona umgjörð með frammistöðu sinni á vellinum.“Albert Brynjar Ingason: Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað Albert Brynjar Ingason kom til FH fyrir tímabilið og hann fagnar titli á sínu fyrsta ári í Hafnarfirðinum. „Þetta er ástæðan fyrir vistaskiptum mínum og þetta er hrikalega ljúft. Heimir þjálfari hefur verið mjög duglegur að hamra á því að allir leikir verði að vinnast og hann benti réttilega á það að tap í dag myndi skemma fagnaðarlætin fyri okkur.“ Albert er nokkuð sáttur við sína frammistöðu í sumar. „Ég var á bekknum töluvert framan af móti en hef verið að setja nokkur mörk undir lok tímabilsins og vinna vel fyrir liðið. Ég er því bara nokkuð sáttur við mína frammistöðu í sumar.“Bjarki Gunnlaugsson: Þú mátt skjóta mig ef þú sérð mig á næsta ári Gamli refurinn Bjarki Gunnlaugsson fékk heiðursskiptingu undir lok leiksins og er ákveðinn í því að hann sé hættur í fótbolta. „Tja, þú mátt skjóta mig ef þú sérð mig á fótboltavellinum á næsta ári!“ Bjarki vill meina að stöðugleikinn hafi öðru fremur skapað sigur FH í mótinu í ár. „Við höfum verið liða stöðugastir og verið að landa sigrum þó að frammistaðan hafi ekki alltaf verið frábær. Það er einkenni góðra liða og þetta FH-lið er að mínu mati með þeim betri sem ég hef spilað með hér á landi.“Kristján Guðmundsson: Nokkrir jákvæðir punktar hjá okkur Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna var nokkuð brattur eftir leikinn þrátt fyrir tap. „Við vorum ágætir í þessum leik og hefðum jafnvel getað tekið eitt stig úr leiknum. Það er bara skrambi erfitt að eiga við FH-ingana og þeir sýndu hvers vegna á köflum hér í dag.“ Kristján segir bæði jákvæða og neikvæða punkta í leik Vals í sumar. „Við erum alltof óstöðugir, vinnum góða sigra en dettum svo hrikalega illa niður á milli. Framganga Rúnars Más Sigurjónssonar, Kolbeins Kárasonar og Indriða Áka Þorlákssonar er mikið gleðiefni fyrir okkur og þessir leikmenn gáfu okkur mjög góða leiki í sumar.“Rúnar Már Sigurjónsson: Nú tek ég mér hvíld Rúnar Már Sigurjónsson hefur spilað frábærlega í sumar og hann var greinilega nokkuð feginn að tímabilinu væri lokið. „Skrokkurinn er akki alveg í lagi í augnablikinu og nú ætla ég bara að hvílast vel eftir strembið tímabil.“ Samningur Rúnars við Valsmenn rennur út eftir tímabilið og ljóst að mörg lið munu bera víurnar í þennan snjalla leikmann. Rúnar sjálfur vildi hins vegar lítið gefa út hvort að hann spilaði með Val á næsta ári. „Eins og ég sagði áðan, þá ætla ég bara að hvílast vel og svo skoða ég bara mín mál í rólegheitum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Sjá meira