Íslenski boltinn

FH tók á móti bikarnum í sjötta sinn | Myndir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði FH, tók á móti Íslandsmeistarabikarnum á Kaplakrikavelli í kvöld en Hafnfirðingar unnu Pepsi-deild karla í ár með yfirburðum.

FH vann 2-1 sigur á Val í lokaumferð tímabilsins í dag en þetta var fimmtándi sigur FH á tímabilinu. Liðið endaði með 49 stig en næsta lið á eftir, Breiðablik, fékk 36 stig.

Það var því innileg gleði í Kaplakrika í dag þar sem nýkrýndum Íslandsmeisturum var fagnað.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×