Innlent

Beitti sambýliskonu sína miklu ofbeldi - færð meðvitundarlaus á spítala

Myndin er sviðsett.
Myndin er sviðsett.
Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á heimili sínu í Breiðholti um miðnætti eftir alvarlega líkamsárás á sambýliskonu sína.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var hún flutt meðvitundarlaus á slysadeild í sjúkrabifreið. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um áverka konunnar.

Lögreglan rannsakar málið sem mjög alvarlega líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×