Körfubolti

Hrannar Hólm orðinn íþróttastjóri hjá KKÍ þeirra Dana - hættir með SISU í vor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrannar Hólm.
Hrannar Hólm. Mynd/Heimasíða SISU
Hrannar Hólm hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá danska körfuboltasambandinu og með ráðningu Hrannars mun starfið breytast og stór hluti þess snúast um að finna og efla efnilegustu körfuboltamenn og konur Danmerkur. Þetta kemur fram á heimasíðu SISU.

Hrannar Hólm hefur verið að gera frábæra hluti með kvennalið SISU síðustu ár enda hafa stelpurnar hans unnið tvöfalt undanfarin tvö tímabil og eru á leiðinni í Evrópukeppnina í vetur. Hrannar mun klára þetta tímabil með SISU en hann einbeitir sér svo að fullu að nýja starfinu.

Forveri Hrannars var bara í hálfu starfi en með ráðningu Hrannars verður þetta fullt starf. Auk þess að afla tekna fyrir starf sambandsins eins og tilheyrir starfi framkvæmdastjóra þá mun starf Hrannars einnig snúast um að þróa og efla afreksstarfið í danska körfuboltanum.

Danska sambandið býst við miklu af Hrannari sem hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður. Hann hefur líka verið yfirmaður 500 manna vinnustaðar sem eru allt reynsla sem danska sambandið telur að ættu að hjálpa honum í nýja starfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×