Íslenski boltinn

Ólafsvíkur-Víkingar með Pepsi-deildar sætið í sjónmáli - Höttur vann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar eru á leiðinni upp en Leiknismenn eru á leiðinni niður.
Víkingar eru á leiðinni upp en Leiknismenn eru á leiðinni niður. Mynd/Stefán
Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Ólafsvíkur-Víkingum mikilvægan sigur í 1. deild karla í dag þegar hann skoraði sigurmarkið á móti BÍ/Bolungarvík tólf mínútum fyrir leikslok en leikið var á Ísafirði.

Það og tap Fjölnismanna á heimavelli á móti Hetti á sama tíma þýðir að Víkingar eru í frábærum málum í öðru sæti deildarinnar enda komnir með fimm stiga forskot á Hauka sem eru nú í þriðja sætinu.

Útlitið er hinsvegar slæmt hjá Willum Þór Þórssyni og lærisveinum hans í Leikni eftir 2-1 tap fyrir Tindastól á Sauðárkróki. Höttur náði á sama tíma fimm stiga forskoti á Breiðhyltinga með því að vinna í Grafarvoginum og það bendir allt til þess að bæði Breiðholtsliðinu séu á leiðinni niður í 2. deildina.

Elvar Þór Ægisson skoraði bæði mörk Hattarliðsins og sá til þess að línurnar eru farnar að skýrast í deildinni þrátt fyrir að þrjár umferðir séu eftir.



Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í dag:

Víkingur R. - Þór 1-3

0-1 Sveinn Elías Jónsson (7.), 0-2 Orri Freyr Hjaltalín (16.), 0-3 Ármann Pétur Ævarsson, víti (73.), 1-3 Sigurður Egill Lárusson (84.)

Fjölnir - Höttur 1-2

0-1 Elvar Þór Ægisson (5.), 1-1 Kolbeinn Kristinsson (75.), 1-2 Elvar Þór Ægisson (76.)

BÍ/Bolungarvík - Víkingur Ó. 1-2

1-0 Mark Tubæk (2.), 1-1 Eldar Masic (14.), 1-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (78.)

Tindastóll - Leiknir R. 2-1

1-0 Steven Beattie (34.), 1-1 (52.), 2-1 Steven Beattie (70.)

Upplýsingar um markaskorara eru að hluta fengnar af vefsíðunni úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×