Ögmundur fyrir 8 árum: "Ráðherrar fari á skólabekk til að læra jafnréttislög" Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. september 2012 19:46 Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Formaður Jafnréttisráðs segir það meira en sérkennilegt að Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. Í nágrannalöndum hefði honum verið gert að segja af sér samdægurs. Kærunefnd Jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði karl í embætti sýslumannsins á Húsavík. Niðurstaðan hefur valdið talsverðu fjaðrafoki og harma margir flokksfélagar brot ráðherrans. „Við hljótum alltaf að taka svona niðurstöðum alvarlega, þetta er ákveðið áfall," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. Sjálfur var Ögmundur harðorður fyrir um átta árum í garð þáverandi dómsmálaráðherra þegar sá gerðist brotlegur við þessi sömu lög. „Það blasir við að ráðherrar í ríkisstjórn verði settir á skólabekk til að læra jafnréttislög. Ég ætla að gera það að tillögu minni að hæstivirtur félagsmálaráðherra sjái um að þeir tornæmustu í jafnréttisfræðunum fái sérkennslu." Innanríkisráðherra telur sig enn hafa tekið rétta ákvörðun þegar hann skipaði í embættið og segir Þórhildur Þorleifsdóttir formaður jafnréttisráðs það meira en sérkennilegt að ráðherra og yfirmaður dómsvalds í landinu finnist í lagi að hann brjóti mannréttindalög. „Það er nokkuð sem almennum borgunum líðst ekki. Enda væru þá lög til lítils en hann virðist álíta að eitthvað annað gild um hann og hann geti réttlætt lögbrot af því að honum finnist eitthvað annað." Þórhildur segist vona að viðbrögð Ögmundar við niðurstöðunni hafi ekki verið mjög ígrunduð og að hann taki að minnsta kosti það til baka að hans huglæga mat og samviska standi ofar lögum. Finnst þér að hann eigi að segja af sér? „Það er ekki nokkur vafi að ef þetta hefði gerst í Bretlandi, Norðurlöndunum eða Þýskalandi. Þá hefði hann þurft að segja af sér samdægurs. Dagur hefði ekki verið að kvöldi kominn þegar afsögn hefði verið komin. En það er bara tómt mál um að tala á Íslandi," segir Þórhildur.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira