Íslenski boltinn

Jóhann og Guðjón tóku sáttafund á Hamborgarafabrikunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Facebook-síða Jóhanns
Þeir Jóhann Birnir Guðmundsson og Guðjón Árni Antoníusson hittust nú í hádeginu þar sem þeir tókust í hendur eftir ósætti gærkvöldsins.

Jóhann Birnir fékk að líta rauða spjaldið í leik Keflavíkur og FH í gær eftir viðskipti sín við Guðjón Árna. Báðir eru upphaflega úr Garði en Jóhann Birnir leikur með Keflavík og Guðjón Árni með FH. Þeir voru áður samherjar hjá Keflavík.

Eftir leikinn lét Jóhann Birnir þung orð falla í fjölmiðlum sem hann baðst síðan afsökunar á í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

„Sáttafundur, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)" skrifaði Jóhann Birnir á Facebook-síðu sína og setti með meðfylgjandi mynd.

Sáttafundurinn fór fram á Hamborgarafabrikunni í Reykjavík.


Tengdar fréttir

Jóhann Birnir bað Guðjón Árna afsökunar

Jóhann Birnir Guðmundsson sendi frá sér afsökunarbeiðni seint í gærkvöldi þar sem hann bað Guðjón Árna Antoníusson afsökunar á ummælum sínum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0

FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0.

Jóhann Birnir: Ég býð Guðjóni ekki í afmælið mitt

"Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×