Barack Obama var formlega útnefndur sem forsetaefni Demókrataflokksins á flokksþinginu í Norður Karólínu í nótt að okkar tíma.
Útnefningin kom í kjölfar ræðu Bill Clintons, fyrrverandi forseta, á þinginu. Í ræðu sinni gerði Clinton það m.a. að umræðuefni að Obama hefði tekið við mjög slæmu búi þegar hann var kosinn forseti Bandaríkjanna fyrir fjórum árum síðan. Obama hefði síðan tekist að leggja grunn að bjartari efnahagslegri framtíð fyrir landsmenn sína.
Þá sagði Clinton að Obama væri betur treystandi en Mitt Romney til að gæta hagsmuna almennings í embætti forseta landsins.
Obama formlega útnefndur sem forsetaefni Demókrata

Mest lesið







Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju
Viðskipti innlent

Hættir sem ritstjóri Kveiks
Innlent

