Íslenski boltinn

Ekki fyrir lofthrædda að skipta um perur í flóðljósunum á Laugardalsvelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Heimasíða KSÍ
Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli á morgun en þetta verður fyrsti leikur liðanna í undankeppni HM 2014. Laugardalsvöllur er í sínu besta standi fyrir leikinn og það er meira segja búið að skipta um perurnar í flóðljósunum á Laugardalsvelli eins og kom fram í frétt inn á heimasíðu KSÍ.

Það var ekki starf fyrir lofthrædda að standa í peruskiptum á flóðljósunum á Laugardalsvelli sem fram fóru í vikunni. Öflugan krana þurfti til verksins en möstrin eru um 40 metra há. Ofurhugarnir þurftu ekki einungis að láta hífa sig upp í körfu í þessa hæð heldur þurfti svo að notast við stiga til að skipta um perurnar.

Það er hægt að sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni en háloftamennirnir einnig vopnaðir myndavél og tóku skemmtilegar myndir af Laugardalnum og næsta nágrenni.

Á myndasíðunni sem hægt er að nálgast hér er að finna fjölmargar myndir sem teknar hafa verið úr starfi KSÍ og Laugardalsvallar upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×