Íslenski boltinn

FH-grýla hjá Magnúsi Gylfasyni - 1 stig af 27 mögulegum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic
Magnús Gylfason með aðstoðarmanni sínum Dragan Kazic Mynd/Stefán
Það hefur ekki gengið vel hjá liðum Magnúsar Gylfasonar á móti FH í efstu deild karla. Magnús mætir með Eyjamenn í Kaplakrikann í kvöld en leiknum var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.00.

Magnús Gylfason hefur stýrt þremur félögum (ÍBV, KR og Víkingur) í 9 deildarleikjum á móti FH á ferli sínum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og lið hans hafa aðeins uppskorið 1 stig af 27 mögulegum í þessum níu leikjum.

Magnús hefur aftur á móti stýrt sínu liði til sigurs í eina bikarleiknum á móti FH en undir hans stjórn slógu Víkingar út FH í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar sumarið 2006.

Deildarleikir liða Magnúsar Gylfasonar á móti FH:

2003 með ÍBV

22. júní ÍBV-FH 1-3

25. ágúst FH-ÍBV 2-1

2004 með ÍBV

7. júní FH-ÍBV 2-1

15. ágúst ÍBV-FH 1-3

2005 með KR

29. maí KR-FH 0-1

2006 með Víkingi

22. júní Víkingur-FH 0-0

16. september FH-Víkingur 4-0

(Bikarleikur 2. júlí FH-Víkingur 1-2)

2007 með Víkingi

3. júlí FH-Víkingur 4-1

29. september Víkingur-FH 1-3

2012 með ÍBV

30. ágúst FH-ÍBV ?-?

23. september ÍBV-FH ?-?

Samantekt:

9 leikir

0 sigrar

1 jafntefli

8 töp

Markatala: 6-22




Fleiri fréttir

Sjá meira


×