Íslenski boltinn

FH hefur ekki tapað tveimur heimaleikjum í röð í þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik FH og KR á dögunum.
Úr leik FH og KR á dögunum. Mynd/Stefán
FH tekur á móti ÍBV klukkan 18.00 í kvöld í Pepsi-deild karla en leikurinn tilheyrir 10. umferð og var frestað í byrjun júlí vegna þátttöku beggja liða í Evrópukeppninni. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

FH-ingar geta stigið stórt skref í átt að Íslandsmeistarabikarnum með sigri en það hefur bara einu sinni gerst að FH-liðið hafi tapað tveimur heimaleikjum í röð í deildinni undir stjórn Heimis Guðjónssonar.

FH-ingar töpuðu 1-3 á móti KR í síðasta heimaleik sem var fyrsta deildartap liðsins í Krikanum síðan í lok júní 2010. Þeir hafa aftur á móti ekki tapað tveimur heimaleikjum í röð í Pepsi-deildinni síðan sumarið 2009.

FH tapaði þá 2-4 fyrir FH 9. ágúst 2009 og steinlá síðan 0-3 fyrir Grindavík í næsta heimaleik á eftir sem fram fór 22. ágúst. Það er í eina skiptið sem FH hefur

FH hefur alls leikið 55 heimaleiki í úrvalsdeildinni undir stjórn Heimis, FH-liðið hefur unnið 36 þeirra og aðeins tapað 7 sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×