Íslenski boltinn

Þorvaldur dæmir stórleikinn í kvöld

Þorvaldur rekur hér Brynjar Gauta af velli í leiknum gegn KR í fyrra.
Þorvaldur rekur hér Brynjar Gauta af velli í leiknum gegn KR í fyrra.
Það er Þorvaldur Árnason sem fær það erfiða hlutskipti að dæma stórleik FH og ÍBV í kvöld. Þorvaldur hefur sýnt það að hann er óhræddur við að sveifla spjöldum í stóru leikjunum.

Skemmst er að minnast þess er hann rak Brynjar Gauta Guðjónsson, varnarmann ÍBV, af velli eftir 17 mínútur í stórleiknum gegn KR í 20. umferð síðasta sumar.

Þorvaldur rak svo áðurnefnanda Brynjar Gauta af velli eftir aðeins nokkrar sekúndur í leik ÍBV og Selfoss fyrir rúmum mánuði síðan. Ólafsvíkingurinn mun því hugsanlega fara sér hægt í kvöld.

Það verða eflaust talsverð átök í leiknum í Krikanum í kvöld og spurning hvort einhver fái að fjúka af velli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×