Lagerbäck velur hópinn: Enginn Eiður Smári en meiddur Kolbeinn valinn Henry Birgir Gunnarsson á Laugardalsvelli skrifar 28. ágúst 2012 12:47 Lars og félagar á fundinum í dag. mynd/villi Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM 2014. Þetta verða fyrstu alvöru leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Svíans. Fátt kom á óvart í landsliðsvalinu. Eiður Smári kemst ekki í hópinn þar sem hann er án félags. Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum þó svo hann sé meiddur í augnablikinu. Grétar Rafn heldur sæti sínu enda kominn með félag. Arnór Smárason dettur út enda meiddur. Haraldur Björnsson tekur svo markvarðarsæti af Ingvari Jónssyni. Blaðamannafundinum var lýst ítarlega á Vísi og má lesa það sem þar gekk á hér að neðan og einnig sjá hópinn í heild sinni.Hópurinn:Markmenn: Gunnleifur Gunnleifsson - FH Hannes Þór Halldórsson - KR Haraldur Björnsson - SarpsborgVarnarmenn: Grétar Rafn Steinsson - Kayserispor Ragnar Sigurðsson - FC Kaupmannahöfn Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Kaupmannahöfn Ari Freyr Skúlason - Sundsvall Indriði Sigurðsson - Viking Kári Árnason - Rotherham Birkir Már Sævarsson - Brann Bjarni Ólafur Eiríksson - StabækMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Cardiff Helgi Valur Daníelsson - AIK Emil Hallfreðsson - Hellas Verona Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar Rúrik Gíslason - OB Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves Gylfi Þór Sigurðsson - TottenhamSóknarmenn: Birkir Bjarnason - Pescara Kolbeinn Sigþórsson - Ajax Alfreð Finnbogason - Helsingborg Björn Bergmann Sigurðarson - Wolves - Blaðamannafundinum er þar með lokið. Fínasti fundur hjá Svíanum sem heldur spilunum vel að sér og talar ekki í fyrirsögnum. Með báða fætur á jörðinni. - Lars segist vera nokkuð ánægður með þróunina á liðinu undir hans stjórn. Samt ekki sáttur við að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum. "Vil ekki tapa á heimskulegum mistökum. Það er ekki gott og verðum að læra af því." - "Búinn að skoða síðustu leikina gegn Noregi. Ísland var betra og lék nokkuð vel. Það gerði samt mistök og náði ekki að nýta færin sín. Þurfum að venjast því að spila af fullu og halda einbeitingu í 90 mínútur. Þurfum að læra af þessu," segir Lars um síðustu leiki Íslands gegn Noregi sem hafa oft tapast og það á svekkjandi hátt. - "Vil fá sex stig en það er kannski ekki raunhæft. Getum vel unnið bæði lið en það verður ekki auðvelt. Kýour er hættulegur andstæðingur með sterka einstaklinga. Ólík lið. Erfitt að segja hvað sé raunhæft. Eigum 50/50 möguleika. Heyrði frá strákunum hvað var gaman að spila fyrir marga áhorfendur og vonandi hjálpar það okkur." - Er Ísland litla eða stóra liðið gegn Noregi? "Ég vil alltaf vinna, sama hver andstæðingurinn er. Ef við berum liðið saman þá er Noregur með nokkur spurningamerki hjá sér. Það kom líka á óvart að hann skildi ekki velja suma af reyndari leikmönnunum. Það er ekki mikill munur á liðunum. Noregur hefur kannski aðeins meiri reynslu og líka yngri og óreyndari menn." - Lars segir að það sé enginn leikmaður í Pepsi-deildinni sem sé nálægt því að komast í landsliðshópinn. Næstu menn séu líklega atvinnumenn. - Tumi bendir á að Birkir Már og Bjarni Ólafur hafi oft hlotið mikla gagnrýni og kannski ekki alltaf sanngjarna. Hvað finnst þjálfurunum um þá eða eru þeir valdir þar sem við eigum ekki betri menn í þessum stöðum. "Mér finnst Bjarni hafa staðið sig vel. Stór, sterkur og skilur leikinn. Mér finnst hann ekki eiga skilið alla þessa gagnrýni. Birkir er mjög fljótur og það er gott að eiga hraða varnarmenn. Mér finnst þeir vera góðir." - "Hef ekki talað við neinn hjá Ajax vegna meiðsla Kolbeins. Munum samt ekki taka áhættu með hann ef hann er meiddur," sagði Lars um meiðsli Kolbeins og Ajax sem vill ekki láta hann spila. Lars segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að Grétar spili miðvörð með landsliðinu. - Kolbeinn Tumi spyr allra spurninga í salnum nánast. Hann spyr nú um vörnina sem þarf sífellt að breyta. "Allt liðið þarf að verjast en ekki bara varnarmennirnir. Stóra vandamálið er að við missum stundum einbeitingu er við missum boltann. Það er ekki gott að þurfa alltaf að skipta út varnarlínunni. Þeir sem spila þekkja þetta þó allt." Lars vildi lítið tala um hvort hann væri nær því að finna sína varnarlínu. Talar meira um styrkleika leikmanna. "Gott samt að prófa marga menn og skoða hvernig þeir eru. Þetta er því ekki bara neikvætt." - Ingvar ekki í hópnum núna heldur Haraldur Björnsson. Hvernig hugsar Lars þennan þriðja markvörð í hópnum? "Í vináttuleikjum má skoða unga og óreyndari leikmenn. Þetta er annað núna," sagði Lars en Guðmundur Hreiðarsson segist hafa skoðað Harald og séð hann í gær. "Miðað við það sem við höfum séð til Haraldur ákváðum við að taka hann inn núna," sagði Gummi. - Aron Jóhannsson skoraði fjögur mörk í gær og er ekki valinn enda búið að velja hópinn fyrir þann leik. "Flott hjá honum að skora þessi mörk en það þarf að spila marga góða leiki til að komast í landsliðið. Ég hef ekki séð Aron spila en hef spurst fyrir um hann. Ég veit af honum. Það er mikill gæðamunur á Aroni og Birni Bergmann til að mynda," sagði Lars og Heimir bætir við kíminn. "Ef hann skorar fjögur mörk í hverjum leik þá verður hann örugglega valinn fljótlega." - "Ef menn eru ekki með lið þá eru menn ekki í liðinu. Þó svo Eiður sé frábær leikmaður þá eru það röng skilaboð að velja hann í hópinn núna," segir Lars um Eið Smára sem er fjarverandi. - Bent á að vanti hreinræktaða framherja í liðið. Mikið lagt á Kolbein. Lars er sammála því en segir að það verði að taka því sem gerist. - "Hvað varðar hópinn þá eru þrír í markinu. Sölvi kemur til baka. Hann er kominn í lag og Grétar fær að vera áfram með þar sem hann er kominn með lið. Vonandi er hann kominn í gott stand. Annars kemur ekkert á óvart. Kemur ekkert á óvart á miðjunni líka. Í framlínunni eru fjórir menn og Björn kemur aftur inn. Hann hefur verið óheppinn og meiðist alltaf í kringum okkar leiki. Vonandi getum við notað hann núna. Hann er afar hæfileikaríkur," segir Lars. - Noregur hefur alltaf verið með vel skipulagt lið. Leggur sig fram og sterkir leikmenn. Erfitt að eiga við slíkt lið segir Lars. "Liðið liggur mjög aftarlega og geri ekki ráð fyrir miklum breytingum. Vilja sækja hratt. Þetta er ekkert ólíkt okkar leik. Verðum að halda einbeitingunni vel allan leikinn. Þurfum svo að passa Hangeland í teignum og spyrnurnar hjá Riise." - Lars er á því að Gylfi geti spilað með á tveggja manna miðju þó svo hann sé ekki þekktur fyrir sérstaklega góðan varnarleik. "Gylfi er mjög duglegur og ég er viss um að hann ræður við slíkt hlutverk." - Landsliðið leggur mikið upp úr því að hafa góða stemningu í kringum liðið. Lars er þakklátur fyrir góða mætingu á Færeyjaleikinn og vonast eftir fullu húsi gegn Noregi. "Stuðningur er afar mikilvægur og við viljum hafa flotta stemningu á leikjum. Við sköpum stemningu saman." - Blaðamannafundirnir hjá Lagerbäck eru ekki eins og við eigum að þekkja þá. Hann tekur sér alltaf góðan tima í að fara yfir leik liðsins og tala um hvað sé gott og slæmt. Slíkt gerir enginn annar hér á landi. Vel til fundið hjá Svíanum. - "Hef verið að leita að góðu samspili tveggja til þriggja sóknarmanna og það gekk vel. Áttum samt að skora meira," segir Lars en ég ætla nú ekki að fara mikið ítarlegar í þetta "play by play" hjá Svíanum. - "Smá heppni í fyrra markinu okkar og vel klárað hjá Kolbeini," segir Svíinn. Nú yfir í varnarleik íslenska liðsins. "Erum ekki nógu grimmir og gefum fullmikið pláss á köntunum. Bökkum of mikið og leyfum krossunum að koma auðveldlega inn." - Við fengum fimm góð færi til að skora gegn Færeyjum segir Lars. Hann hrósar Kolbeini sérstaklega fyrir sinn leik. Segir að hann geri flest vel sem hann eigi að gera. - Lars sýnir nú klippur úr leiknum við Færeyjar. Hann er ánægður með góða sóknaruppbyggingu. "Verðum samt að nýta færin okkar betur," segir Svíinn. - í panel eru Lars, Heimir, Gummi Hreiðars og Rúnar Vífill úr stjórn KSÍ. Ekki er gert ráð fyrir því að Rúnar taki mikinn þátt í fundinum. - Lagerbäck tekur til máls. Hann vill byrja á því að líta til baka. Gott að sjá sigur og ekkert mark fengið á sig loksins. "Now just about winning" stendur á skjánum í slide showinu. "The result is what is all about." Um frammistöðuna: "in general ok performance." - Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, opnar fundinn á léttri tölu. Geir er í dökkum jakkafötum að vanda. Hann bendir á að miðasalan sé farin í gang. Hann hvetur fólk til þess að kaupa miða snemma. Selt á midi.is. - Blaðamenn eru búnir að fá leikmannahópinn í hendurnar. Það eru afar litlar breytingar á hópnum. Eiður Smári er ekki valinn, Arnór Smára er meiddur og Kolbeinn Sigþórsson er valinn þrátt fyrir meiðsli. Grétar Rafn heldur sæti sínu enda kominn með félag ólíkt Eiði Smára. Haraldur Björnsson tekur sæti í hópnum i stað Ingvars Jónssonar Stjörnumanns.Hópurinn:Markmenn: Gunnleifur Gunnleifsson - FH Hannes Þór Halldórsson - KR Haraldur Björnsson - SarpsborgVarnarmenn: Grétar Rafn Steinsson - Kayserispor Ragnar Sigurðsson - FC Kaupmannahöfn Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Kaupmannahöfn Ari Freyr Skúlason - Sundsvall Indriði Sigurðsson - Viking Kári Árnason - Rotherham Birkir Már Sævarsson - Brann Bjarni Ólafur Eiríksson - StabækMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Cardiff Helgi Valur Daníelsson - AIK Emil Hallfreðsson - Hellas Verona Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar Rúrik Gíslason - OB Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves Gylfi Þór Sigurðsson - TottenhamSóknarmenn: Birkir Bjarnason - Pescara Kolbeinn Sigþórsson - Ajax Alfreð Finnbogason - Helsingborg Björn Bergmann Sigurðarson - Wolves - Heimir Hallgrímsson er mættur með tölvuna. Hann verður líklega með rándýrt power point show eins og hans er von og vísa. - það er aðhald í veitingunum hjá KSÍ í dag. Kaffi með g-mjólk, coke, toppur, kit kat og prins póló. Hefði mátt vera kaloríulægra fæði fyrir þennan mannskap. - Jú, komiði sæl og blessuð. Fjölmiðlamenn eru að koma sér fyrir í Dalnum. Toggi Þráins er mættur sem og Ómar Smára fjölmiðlafulltrúi KSÍ. Landsliðsþjálfararnir láta bíða eftir sér enda tíu mínútur í fund. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira
Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni HM 2014. Þetta verða fyrstu alvöru leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Svíans. Fátt kom á óvart í landsliðsvalinu. Eiður Smári kemst ekki í hópinn þar sem hann er án félags. Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum þó svo hann sé meiddur í augnablikinu. Grétar Rafn heldur sæti sínu enda kominn með félag. Arnór Smárason dettur út enda meiddur. Haraldur Björnsson tekur svo markvarðarsæti af Ingvari Jónssyni. Blaðamannafundinum var lýst ítarlega á Vísi og má lesa það sem þar gekk á hér að neðan og einnig sjá hópinn í heild sinni.Hópurinn:Markmenn: Gunnleifur Gunnleifsson - FH Hannes Þór Halldórsson - KR Haraldur Björnsson - SarpsborgVarnarmenn: Grétar Rafn Steinsson - Kayserispor Ragnar Sigurðsson - FC Kaupmannahöfn Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Kaupmannahöfn Ari Freyr Skúlason - Sundsvall Indriði Sigurðsson - Viking Kári Árnason - Rotherham Birkir Már Sævarsson - Brann Bjarni Ólafur Eiríksson - StabækMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Cardiff Helgi Valur Daníelsson - AIK Emil Hallfreðsson - Hellas Verona Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar Rúrik Gíslason - OB Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves Gylfi Þór Sigurðsson - TottenhamSóknarmenn: Birkir Bjarnason - Pescara Kolbeinn Sigþórsson - Ajax Alfreð Finnbogason - Helsingborg Björn Bergmann Sigurðarson - Wolves - Blaðamannafundinum er þar með lokið. Fínasti fundur hjá Svíanum sem heldur spilunum vel að sér og talar ekki í fyrirsögnum. Með báða fætur á jörðinni. - Lars segist vera nokkuð ánægður með þróunina á liðinu undir hans stjórn. Samt ekki sáttur við að hafa tapað fyrstu fjórum leikjunum. "Vil ekki tapa á heimskulegum mistökum. Það er ekki gott og verðum að læra af því." - "Búinn að skoða síðustu leikina gegn Noregi. Ísland var betra og lék nokkuð vel. Það gerði samt mistök og náði ekki að nýta færin sín. Þurfum að venjast því að spila af fullu og halda einbeitingu í 90 mínútur. Þurfum að læra af þessu," segir Lars um síðustu leiki Íslands gegn Noregi sem hafa oft tapast og það á svekkjandi hátt. - "Vil fá sex stig en það er kannski ekki raunhæft. Getum vel unnið bæði lið en það verður ekki auðvelt. Kýour er hættulegur andstæðingur með sterka einstaklinga. Ólík lið. Erfitt að segja hvað sé raunhæft. Eigum 50/50 möguleika. Heyrði frá strákunum hvað var gaman að spila fyrir marga áhorfendur og vonandi hjálpar það okkur." - Er Ísland litla eða stóra liðið gegn Noregi? "Ég vil alltaf vinna, sama hver andstæðingurinn er. Ef við berum liðið saman þá er Noregur með nokkur spurningamerki hjá sér. Það kom líka á óvart að hann skildi ekki velja suma af reyndari leikmönnunum. Það er ekki mikill munur á liðunum. Noregur hefur kannski aðeins meiri reynslu og líka yngri og óreyndari menn." - Lars segir að það sé enginn leikmaður í Pepsi-deildinni sem sé nálægt því að komast í landsliðshópinn. Næstu menn séu líklega atvinnumenn. - Tumi bendir á að Birkir Már og Bjarni Ólafur hafi oft hlotið mikla gagnrýni og kannski ekki alltaf sanngjarna. Hvað finnst þjálfurunum um þá eða eru þeir valdir þar sem við eigum ekki betri menn í þessum stöðum. "Mér finnst Bjarni hafa staðið sig vel. Stór, sterkur og skilur leikinn. Mér finnst hann ekki eiga skilið alla þessa gagnrýni. Birkir er mjög fljótur og það er gott að eiga hraða varnarmenn. Mér finnst þeir vera góðir." - "Hef ekki talað við neinn hjá Ajax vegna meiðsla Kolbeins. Munum samt ekki taka áhættu með hann ef hann er meiddur," sagði Lars um meiðsli Kolbeins og Ajax sem vill ekki láta hann spila. Lars segir einnig að hann sjái ekki fyrir sér að Grétar spili miðvörð með landsliðinu. - Kolbeinn Tumi spyr allra spurninga í salnum nánast. Hann spyr nú um vörnina sem þarf sífellt að breyta. "Allt liðið þarf að verjast en ekki bara varnarmennirnir. Stóra vandamálið er að við missum stundum einbeitingu er við missum boltann. Það er ekki gott að þurfa alltaf að skipta út varnarlínunni. Þeir sem spila þekkja þetta þó allt." Lars vildi lítið tala um hvort hann væri nær því að finna sína varnarlínu. Talar meira um styrkleika leikmanna. "Gott samt að prófa marga menn og skoða hvernig þeir eru. Þetta er því ekki bara neikvætt." - Ingvar ekki í hópnum núna heldur Haraldur Björnsson. Hvernig hugsar Lars þennan þriðja markvörð í hópnum? "Í vináttuleikjum má skoða unga og óreyndari leikmenn. Þetta er annað núna," sagði Lars en Guðmundur Hreiðarsson segist hafa skoðað Harald og séð hann í gær. "Miðað við það sem við höfum séð til Haraldur ákváðum við að taka hann inn núna," sagði Gummi. - Aron Jóhannsson skoraði fjögur mörk í gær og er ekki valinn enda búið að velja hópinn fyrir þann leik. "Flott hjá honum að skora þessi mörk en það þarf að spila marga góða leiki til að komast í landsliðið. Ég hef ekki séð Aron spila en hef spurst fyrir um hann. Ég veit af honum. Það er mikill gæðamunur á Aroni og Birni Bergmann til að mynda," sagði Lars og Heimir bætir við kíminn. "Ef hann skorar fjögur mörk í hverjum leik þá verður hann örugglega valinn fljótlega." - "Ef menn eru ekki með lið þá eru menn ekki í liðinu. Þó svo Eiður sé frábær leikmaður þá eru það röng skilaboð að velja hann í hópinn núna," segir Lars um Eið Smára sem er fjarverandi. - Bent á að vanti hreinræktaða framherja í liðið. Mikið lagt á Kolbein. Lars er sammála því en segir að það verði að taka því sem gerist. - "Hvað varðar hópinn þá eru þrír í markinu. Sölvi kemur til baka. Hann er kominn í lag og Grétar fær að vera áfram með þar sem hann er kominn með lið. Vonandi er hann kominn í gott stand. Annars kemur ekkert á óvart. Kemur ekkert á óvart á miðjunni líka. Í framlínunni eru fjórir menn og Björn kemur aftur inn. Hann hefur verið óheppinn og meiðist alltaf í kringum okkar leiki. Vonandi getum við notað hann núna. Hann er afar hæfileikaríkur," segir Lars. - Noregur hefur alltaf verið með vel skipulagt lið. Leggur sig fram og sterkir leikmenn. Erfitt að eiga við slíkt lið segir Lars. "Liðið liggur mjög aftarlega og geri ekki ráð fyrir miklum breytingum. Vilja sækja hratt. Þetta er ekkert ólíkt okkar leik. Verðum að halda einbeitingunni vel allan leikinn. Þurfum svo að passa Hangeland í teignum og spyrnurnar hjá Riise." - Lars er á því að Gylfi geti spilað með á tveggja manna miðju þó svo hann sé ekki þekktur fyrir sérstaklega góðan varnarleik. "Gylfi er mjög duglegur og ég er viss um að hann ræður við slíkt hlutverk." - Landsliðið leggur mikið upp úr því að hafa góða stemningu í kringum liðið. Lars er þakklátur fyrir góða mætingu á Færeyjaleikinn og vonast eftir fullu húsi gegn Noregi. "Stuðningur er afar mikilvægur og við viljum hafa flotta stemningu á leikjum. Við sköpum stemningu saman." - Blaðamannafundirnir hjá Lagerbäck eru ekki eins og við eigum að þekkja þá. Hann tekur sér alltaf góðan tima í að fara yfir leik liðsins og tala um hvað sé gott og slæmt. Slíkt gerir enginn annar hér á landi. Vel til fundið hjá Svíanum. - "Hef verið að leita að góðu samspili tveggja til þriggja sóknarmanna og það gekk vel. Áttum samt að skora meira," segir Lars en ég ætla nú ekki að fara mikið ítarlegar í þetta "play by play" hjá Svíanum. - "Smá heppni í fyrra markinu okkar og vel klárað hjá Kolbeini," segir Svíinn. Nú yfir í varnarleik íslenska liðsins. "Erum ekki nógu grimmir og gefum fullmikið pláss á köntunum. Bökkum of mikið og leyfum krossunum að koma auðveldlega inn." - Við fengum fimm góð færi til að skora gegn Færeyjum segir Lars. Hann hrósar Kolbeini sérstaklega fyrir sinn leik. Segir að hann geri flest vel sem hann eigi að gera. - Lars sýnir nú klippur úr leiknum við Færeyjar. Hann er ánægður með góða sóknaruppbyggingu. "Verðum samt að nýta færin okkar betur," segir Svíinn. - í panel eru Lars, Heimir, Gummi Hreiðars og Rúnar Vífill úr stjórn KSÍ. Ekki er gert ráð fyrir því að Rúnar taki mikinn þátt í fundinum. - Lagerbäck tekur til máls. Hann vill byrja á því að líta til baka. Gott að sjá sigur og ekkert mark fengið á sig loksins. "Now just about winning" stendur á skjánum í slide showinu. "The result is what is all about." Um frammistöðuna: "in general ok performance." - Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, opnar fundinn á léttri tölu. Geir er í dökkum jakkafötum að vanda. Hann bendir á að miðasalan sé farin í gang. Hann hvetur fólk til þess að kaupa miða snemma. Selt á midi.is. - Blaðamenn eru búnir að fá leikmannahópinn í hendurnar. Það eru afar litlar breytingar á hópnum. Eiður Smári er ekki valinn, Arnór Smára er meiddur og Kolbeinn Sigþórsson er valinn þrátt fyrir meiðsli. Grétar Rafn heldur sæti sínu enda kominn með félag ólíkt Eiði Smára. Haraldur Björnsson tekur sæti í hópnum i stað Ingvars Jónssonar Stjörnumanns.Hópurinn:Markmenn: Gunnleifur Gunnleifsson - FH Hannes Þór Halldórsson - KR Haraldur Björnsson - SarpsborgVarnarmenn: Grétar Rafn Steinsson - Kayserispor Ragnar Sigurðsson - FC Kaupmannahöfn Sölvi Geir Ottesen Jónsson - FC Kaupmannahöfn Ari Freyr Skúlason - Sundsvall Indriði Sigurðsson - Viking Kári Árnason - Rotherham Birkir Már Sævarsson - Brann Bjarni Ólafur Eiríksson - StabækMiðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Cardiff Helgi Valur Daníelsson - AIK Emil Hallfreðsson - Hellas Verona Jóhann Berg Guðmundsson - AZ Alkmaar Rúrik Gíslason - OB Eggert Gunnþór Jónsson - Wolves Gylfi Þór Sigurðsson - TottenhamSóknarmenn: Birkir Bjarnason - Pescara Kolbeinn Sigþórsson - Ajax Alfreð Finnbogason - Helsingborg Björn Bergmann Sigurðarson - Wolves - Heimir Hallgrímsson er mættur með tölvuna. Hann verður líklega með rándýrt power point show eins og hans er von og vísa. - það er aðhald í veitingunum hjá KSÍ í dag. Kaffi með g-mjólk, coke, toppur, kit kat og prins póló. Hefði mátt vera kaloríulægra fæði fyrir þennan mannskap. - Jú, komiði sæl og blessuð. Fjölmiðlamenn eru að koma sér fyrir í Dalnum. Toggi Þráins er mættur sem og Ómar Smára fjölmiðlafulltrúi KSÍ. Landsliðsþjálfararnir láta bíða eftir sér enda tíu mínútur í fund.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sjá meira