Íslenski boltinn

Þórsarar geta nánast gulltryggt sér Pepsi-deildar sætið í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ármann Pétur Ævarsson.
Ármann Pétur Ævarsson. Mynd/Heimasíða Þórs
Þór Akureyri er á góðri leið með að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deild karla og norðanmenn geta stigið stórt skref í rétta átt þegar þeir taka á móti Tindastól í 1. deild karla í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.30 og fer fram á Þórsvelli.

Þetta er frestaður leikur síðan að Þórsliðið var á fullu í Evrópukeppninni og vinni Þór leikinn þá nær liðið níu stiga forskot á Fjölni sem situr eins og er í 3. sæti deildarinnar.

Þórsarar eru búnir að vinna sex leiki í röð í deildinni þar á meðal 1-0 sigur á KA í Akureyrarslagnum um síðustu helgi. Síðasta deildartap Þórsliðsins var á móti Þrótti á Valbjarnarvellinum 29. júlí síðastliðinn.

Það vekur reyndar athygli að Þórsliðið hefur unnið alla þessa sex leiki með eins marks mun og í fjórum þeirra hafa þeir skorað sigurmark.

Fjögur sigurmörk Þórsara í síðustu sex leikjum:

Sigurður Marinó Kristjánsson á móti Haukum á 60. mínútu

Chukwudi Chijindu á móti Hetti á 89. mínútu

Ármann Pétur Ævarsson á móti BÍ/Bolungarvík á 88. mínútu

Ármann Pétur Ævarsson á móti KA á 47. mínútu

Chukwudi Chijindu kom Þór í 2-0 í fyrri hálfleik í 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík og Ármann Pétur Ævarsson kom Þór í 2-0 í 2-1 sigri á ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×