Íslenski boltinn

Engin norsk sjónvarpsstöð vill sýna leik Íslands og Noregs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norðmenn unnu síðasta leik þjóðanna á vítaspyrnu Mo Abdellaoue undir lok leiksins.
Norðmenn unnu síðasta leik þjóðanna á vítaspyrnu Mo Abdellaoue undir lok leiksins. Mynd/AFP
Ísland og Noregur mætast í fyrsta leik undankeppni HM 2014 á Laugardalsvellinum í næstu viku og vanalega er mikil spenna í Noregi fyrir leikjum fótboltalandsliðsins en svo er ekki nú.

Það vill nefnilega engin norsk sjónvarpsstöð sýna leikinn í beinni útsendingu og Norðmenn verða því að skella sér til Íslands ætli þeir að sjá leikinn.

„Þetta er ekki endanlega ljóst," sagði Svein Graff, formaður norska knattspyrnusambandsins við norska Dagblaðið.

„Við erum ekki spenntir. Norska knattspyrnulandsliðið er ekki það heitasta í dag. Þetta er líka föstudagskvöld og TV2 mun því ekki sýna þennan leik," sagði Bjørn Taalesen sjónvarpsstjóri á TV2.

„Við höfum ekki áhuga og þetta er bara spurning um kostnað," sagði Steinar Brændeland, framkvæmdastjóri CMORE-stöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×