Skattleysi Dorritar vegna tvísköttunarsamnings við Bretland Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. ágúst 2012 21:18 Dorrit Moussaieff forsetafrú ber að greiða skatta á Íslandi þar sem hún hefur lögheimili hér á landi í samræmi við meginreglu skattaréttar. Hún telur fram hér en vegna tvísköttunarsamnings við Bretland greiðir hún ekki skatta á Íslandi. Fréttir um skattleysi Dorritar hafa vakið athygli en hún greiðir hvorki auðlegðarskatt né tekjuskatt að neinu ráði hér á landi. Starfsmenn forsetaembættisins hafa haldið því fram í skriflegum og munnlegum svörum til fjölmiðla að forsetafrúin hafi engar tekjur hér á landi greiði því ekki skatta hér. Þetta er á skjön við lög um tekjuskatt og meginreglu skattaréttar, svokallaða heimilisfestisreglu, en forsetafrúin er með lögheimili hér samkvæmt þjóðskrá. Vala Valtýsdóttir er lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti. Tekið skal fram að Vala þekkir ekki mál forsetafrúarinnar en við fengum hana til að ræða þessi mál almennt. Í myndskeiði með frétt má sjá viðtal við hana, en hún segir að meginreglan sé sú að einstaklingar með lögheimili hér á landi greiði skatta hér. Þannig skipti ekki máli hvaðan tekjur séu sprottnar, greiða þurfi skatta af þeim hér. Tvísköttunarsamningar geti hins vegar haft áhrif. Þannig sé tekjuskattur sem greiddur er í Bretlandi frádráttarbær. Þau svör fengust hjá skrifstofu forseta Íslands í dag að tekjur Dorritar Moussaieff væru taldar fram erlendis og greiddir af þeim skattar í samræmi við reglur um tvísköttun en að þessar tekjur væru jafnframt tilgreindar á íslenskum skattframtölum hennar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú ber að greiða skatta á Íslandi þar sem hún hefur lögheimili hér á landi í samræmi við meginreglu skattaréttar. Hún telur fram hér en vegna tvísköttunarsamnings við Bretland greiðir hún ekki skatta á Íslandi. Fréttir um skattleysi Dorritar hafa vakið athygli en hún greiðir hvorki auðlegðarskatt né tekjuskatt að neinu ráði hér á landi. Starfsmenn forsetaembættisins hafa haldið því fram í skriflegum og munnlegum svörum til fjölmiðla að forsetafrúin hafi engar tekjur hér á landi greiði því ekki skatta hér. Þetta er á skjön við lög um tekjuskatt og meginreglu skattaréttar, svokallaða heimilisfestisreglu, en forsetafrúin er með lögheimili hér samkvæmt þjóðskrá. Vala Valtýsdóttir er lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti. Tekið skal fram að Vala þekkir ekki mál forsetafrúarinnar en við fengum hana til að ræða þessi mál almennt. Í myndskeiði með frétt má sjá viðtal við hana, en hún segir að meginreglan sé sú að einstaklingar með lögheimili hér á landi greiði skatta hér. Þannig skipti ekki máli hvaðan tekjur séu sprottnar, greiða þurfi skatta af þeim hér. Tvísköttunarsamningar geti hins vegar haft áhrif. Þannig sé tekjuskattur sem greiddur er í Bretlandi frádráttarbær. Þau svör fengust hjá skrifstofu forseta Íslands í dag að tekjur Dorritar Moussaieff væru taldar fram erlendis og greiddir af þeim skattar í samræmi við reglur um tvísköttun en að þessar tekjur væru jafnframt tilgreindar á íslenskum skattframtölum hennar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira