Innlent

Skattleysi Dorritar vegna tvísköttunarsamnings við Bretland

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Dorrit Moussaieff forsetafrú ber að greiða skatta á Íslandi þar sem hún hefur lögheimili hér á landi í samræmi við meginreglu skattaréttar. Hún telur fram hér en vegna tvísköttunarsamnings við Bretland greiðir hún ekki skatta á Íslandi.Fréttir um skattleysi Dorritar hafa vakið athygli en hún greiðir hvorki auðlegðarskatt né tekjuskatt að neinu ráði hér á landi.Starfsmenn forsetaembættisins hafa haldið því fram í skriflegum og munnlegum svörum til fjölmiðla að forsetafrúin hafi engar tekjur hér á landi greiði því ekki skatta hér.Þetta er á skjön við lög um tekjuskatt og meginreglu skattaréttar, svokallaða heimilisfestisreglu, en forsetafrúin er með lögheimili hér samkvæmt þjóðskrá.Vala Valtýsdóttir er lögfræðingur og sérfræðingur í skattarétti. Tekið skal fram að Vala þekkir ekki mál forsetafrúarinnar en við fengum hana til að ræða þessi mál almennt. Í myndskeiði með frétt má sjá viðtal við hana, en hún segir að meginreglan sé sú að einstaklingar með lögheimili hér á landi greiði skatta hér. Þannig skipti ekki máli hvaðan tekjur séu sprottnar, greiða þurfi skatta af þeim hér. Tvísköttunarsamningar geti hins vegar haft áhrif. Þannig sé tekjuskattur sem greiddur er í Bretlandi frádráttarbær.Þau svör fengust hjá skrifstofu forseta Íslands í dag að tekjur Dorritar Moussaieff væru taldar fram erlendis og greiddir af þeim skattar í samræmi við reglur um tvísköttun en að þessar tekjur væru jafnframt tilgreindar á íslenskum skattframtölum hennar. thorbjorn@stod2.isAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.