Innlent

Íslenska sendiráðið ekki rýmt

Íslenska sendiráðið er ekki innan þess radíus sem lögreglan hefur rýmt.
Íslenska sendiráðið er ekki innan þess radíus sem lögreglan hefur rýmt.
Starfsmenn íslenska sendiráðsins í Osló þurfa ekki að rýma bygginguna þar sem húsnæðið er ekki innan 500 metra radíus frá dularfulla pakkanum undir bíl við bandaríska sendiráðið. Sprengjusveit lögreglunnar er á staðnum er að rannsaka pakkann sem grunur leikur á að sé sprengja.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni íslenska sendiráðsins sitja allir þar rólegir og vinna. Þó er fylgst með gangi mála á netmiðlunum. Íslenska sendiráðið er í sömu götu og það bandaríska, Henrik Ibsen, en er um 600 metrum frá því bandaríska.

Auk bandaríska sendiráðsins hafa konungshöllin, Þjóðleikhúsið og skrifstofur utanríkisráðuneytisins verið rýmd. Í frétt norska ríkissjónvarpsis segir að enginn meðlimur konungsfjölskyldunnar hafi verið í höllinni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×