Undarlegt að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem er kært BBI skrifar 29. júlí 2012 14:00 Hér sést bátur Sæferða, Særún, stoppa við fuglabjarg í skoðunarferð. Mynd/Frank Bradford Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það sé ekkert leyndarmál að fyrirtækið hafi farið með ferðamenn upp að arnarhreiðrum til að fylgjast með fuglunum. Hann hafnar því hins vegar algerlega að þeir beri sérstaka ábyrgð á því að arnarvarp hafi misfarist í Breiðafirði og Vestfjörðum. Honum finnst einnig undarlegt að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem er kært fyrir skoðunarferðir á svæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands kærði Sæferðir nýverið fyrir að koma of nálægt arnarvarpi, eins og sagt var frá á Vísi í morgun. „Það er fjöldinn allur af bátum sem eru að fara fram og til baka á þessum svæðum. Svo það er svolítið skrítið að aðeins okkar bátur sé tekinn út," segir Pétur og finnst ólíklegt að þeir hjá Sæferðum fari nær hreiðrunum en aðrir. Sæferðir hafa starfrækt skoðunarferðir að hreiðrunum síðustu 12 ár. „Það er ekkert leyndarmál. En við höfnum því algerlega að það sé okkur að kenna að varp hafi misfarist á einhverjum stöðum í Breiðafirði," segir Pétur Ágústsson og kannast heldur ekki við að ferðirnar valdi því að örninn fælist. Pétur telur að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem reynt hafi að sækja um leyfi fyrir skoðuninni og vinna í með yfirvöldum í þeim efnum. „Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi sótt um slík leyfi, " segir hann og á við einhvers konar undanþágu frá nálgunarbanni á hreiðrin. Honum finnst ósanngjarnt að fyrir vikið séu Sæferðir eina fyrirtækið sem sakað er um lögbrot. Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun kærir Sæferðir vegna bágborins arnarvarps Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum á viðkvæmum tíma. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 29. júlí 2012 12:14 Arnarvarp með slakasta móti Arnarvarpið var með slakasta móti í ár. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 para sem urpu í vor. Helsta ástæðan er að líkindum kuldakastið í maí og truflun af mannavöldum, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29. júlí 2012 10:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að það sé ekkert leyndarmál að fyrirtækið hafi farið með ferðamenn upp að arnarhreiðrum til að fylgjast með fuglunum. Hann hafnar því hins vegar algerlega að þeir beri sérstaka ábyrgð á því að arnarvarp hafi misfarist í Breiðafirði og Vestfjörðum. Honum finnst einnig undarlegt að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem er kært fyrir skoðunarferðir á svæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands kærði Sæferðir nýverið fyrir að koma of nálægt arnarvarpi, eins og sagt var frá á Vísi í morgun. „Það er fjöldinn allur af bátum sem eru að fara fram og til baka á þessum svæðum. Svo það er svolítið skrítið að aðeins okkar bátur sé tekinn út," segir Pétur og finnst ólíklegt að þeir hjá Sæferðum fari nær hreiðrunum en aðrir. Sæferðir hafa starfrækt skoðunarferðir að hreiðrunum síðustu 12 ár. „Það er ekkert leyndarmál. En við höfnum því algerlega að það sé okkur að kenna að varp hafi misfarist á einhverjum stöðum í Breiðafirði," segir Pétur Ágústsson og kannast heldur ekki við að ferðirnar valdi því að örninn fælist. Pétur telur að Sæferðir séu eina fyrirtækið sem reynt hafi að sækja um leyfi fyrir skoðuninni og vinna í með yfirvöldum í þeim efnum. „Ég veit ekki til þess að neinn annar hafi sótt um slík leyfi, " segir hann og á við einhvers konar undanþágu frá nálgunarbanni á hreiðrin. Honum finnst ósanngjarnt að fyrir vikið séu Sæferðir eina fyrirtækið sem sakað er um lögbrot.
Tengdar fréttir Náttúrufræðistofnun kærir Sæferðir vegna bágborins arnarvarps Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum á viðkvæmum tíma. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 29. júlí 2012 12:14 Arnarvarp með slakasta móti Arnarvarpið var með slakasta móti í ár. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 para sem urpu í vor. Helsta ástæðan er að líkindum kuldakastið í maí og truflun af mannavöldum, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29. júlí 2012 10:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Náttúrufræðistofnun kærir Sæferðir vegna bágborins arnarvarps Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kært ferðaþjónustufyrirtækið Sæferðir fyrir að sigla með ferðamenn upp að arnarhreiðrum á viðkvæmum tíma. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu. 29. júlí 2012 12:14
Arnarvarp með slakasta móti Arnarvarpið var með slakasta móti í ár. Varp misfórst hjá meirihluta þeirra 45 para sem urpu í vor. Helsta ástæðan er að líkindum kuldakastið í maí og truflun af mannavöldum, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29. júlí 2012 10:10