Fótbolti

Redknapp bíður eftir símtali frá Rússunum

Harry Redknapp er enn að leita sér að nýrri vinnu eftir að hann var rekinn frá Tottenham. Hann er orðaður við landsliðsþjálfarastarf Rússa og neitar því ekki að hann hafi áhuga.

Redknapp hefur þó ekki enn heyrt frá rússneska knattspyrnusambandinu hvað svo sem síðar verður.

Redknapp er einn af þrettán þjálfurum sem Rússar hafa áhuga á en Rússar eru þjálfaralausir eftir að Dick Advocaat hætti með liðið eftir EM.

"Þetta er frábært starf en ég hef ekkert heyrt frá Rússunum," sagði Redknapp.

Rússarnir hafa einnig áhuga á Fabio Capello og Pep Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×