Fótbolti

Silva búinn að semja við PSG | Viðræður við Zlatan standa yfir

Silva (3) í leik með Brasilíu.
Silva (3) í leik með Brasilíu.
PSG er búið að ganga frá kaupum á brasilíska varnarmanninum Thiago Silva frá AC Milan. Kaupverðið er sagt vera í kringum 33 milljónir punda.

Silva skrifaði undir fimm ára samning við hið nýríka franska félag sem ætlar sér stóra hluti á komandi árum.

PSG náði á dögunum samkomulagi við AC Milan um kaupverð á Silva sem og Zlatan Ibrahimovic. Viðræður við Zlatan standa enn yfir.

Umboðsmaður Zlatans segir að eins og staðan sé núna þá sé enn nokkuð í að Zlatan fari í læknisskoðun. Það ber því eðlilega nokkuð enn á milli í kjaraviðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×