Fótbolti

Ryan Giggs mun snúa sér að þjálfun þegar ferli hans líkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Giggs á æfingu með breska landsliðinu.
Giggs á æfingu með breska landsliðinu. Mynd / Getty Images.
Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að snúa sér að þjálfun þegar ferlinum líkur en þessi ótrúlegi leikmaður á að baki frábær ár hjá United.

Giggs, sem er 38 ára, mun vera fyrirliði breska knattspyrnuliðsins, á Ólympíuleikunum í London sem fram fara í ágúst. Leikmaðurinn mun sinna ákveðnu þjálfarahlutverki á leiknum og ætlar hann að nýta þá reynslu í framtíðinni.

„Þjálfun er eitthvað sem ég horfi meira og meira til," sagði Ryan Giggs við enska fjölmiðla.

„Um mitt síðasta tímabil kláraði ég UEFA þjálfararéttindin og í raun ekkert sem stendur í vegi fyrir því að ég snúi mér að þjálfun."

„Ég hef verið lengi í atvinnumennsku og hef öðlast mikla reynslu, það er mikilvægt ef maður vill snúa sér að þjálfun."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×