Fótbolti

Sala á knattspyrnuleikina í London gengur illa | Miðunum fækkað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólympíuleikvangurinn í London.
Ólympíuleikvangurinn í London. Nordicphotos/Getty
Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í London hafa ákveðið að fækka miðum til sölu á knattspyrnuleikina vegna dræmrar sölu. Tíu dagar eru í að leikarnir hefjist formlega þann 27. júlí en keppni í knattspyrnu hefst þó degi fyrr.

Ákveðið hefur verið að fækka þeim miðum sem í boði eru á alla keppnisleikvangana fyrir utan Wembley í London. Fækkunin nemur um 20 prósent allra miða sem í boði voru eða 500 þúsund miðum.

Ákveðin svæði á knattspyrnuleikvöngum á borð við Millennium í Cardiff, Hampden Park í Glasgow, Stj. James' Park og Old Trafford verða skorðuð af og haldið auðum.

Miðasala á leiki landsliðs Breta og leiki í úrslitakeppninni gengur víst vel. Annað er þó uppi á teningnum í þeim leikjum í riðlakeppninni þar sem breska liðið kemur ekki við sögu.

Skipuleggjendur leikanna reiknuðu alltaf með því að erfitt yrði að fylla knattspyrnuleikvangana. Þó er hætt við því að ákvörðunin um að fækka sætum sem í boði eru á leikvöngum verði gagnrýnd. Er helst litið til upphaflegs vals á stórum leikvöngum auk hás miðaverðs í því samhengi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×