Fótbolti

Zlatan fær hærri laun en Ronaldo og Messi

Zlatan Ibrahimovic fær um 2 milljarða kr. á ári hjá PSG í Frakklandi.
Zlatan Ibrahimovic fær um 2 milljarða kr. á ári hjá PSG í Frakklandi. Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic mun leika með PSG í Frakklandi á næstu leiktíð en hann var seldur til liðsins frá AC Milan á Ítalíu. Sænski landsliðsframherjinn var ekki sáttur við að vera seldur til PSG í París en hann getur ekki kvartað yfir laununum sem hann fær á nýja vinnustaðnum.

Samkvæmt heimildum sænska dagblaðsins Expressen mun Zlatan fá um 13 milljónir Evra í laun á ári, fyrir utan bónusgreiðslur. Hann mun því fá um 2 milljarða ísll. kr í árslaun. Zlatan fær hærri árslaun en Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid og Lionel Messi hjá Barcelona. Ronaldo er með 1,8 milljarð kr. í árslaun hjá spænska meistaraliðinu og Messi er með rétt tæplega 2 milljarða kr.í árslaun.

Zlatan er á meðal launhæstu leikmanna heims en Samuel Eto'o er þar efstur á lista hjá rússneska liðinu Anzji. Hann fær um 3,1 milljarð kr. í árslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×