Enski boltinn

Vertonghen: Ég er orðinn leikmaður Tottenham

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Vertonghen og Theo Walcott eigast við í landsleik Englendinga og Belga í sumar.
Vertonghen og Theo Walcott eigast við í landsleik Englendinga og Belga í sumar.
Belginn Jan Vertonghen, er genginn til liðs við Tottenham, en leikmaðurinn kemur frá hollenska stórveldinu Ajax. Vertonghen staðfesti að hann væri orðinn leikmaður félagsins á Twitter síðu sinni nú fyrr í dag.

Ajax tilkynnti um helgina að þeir hefðu náð samkomulagi við Tottenham um kaupverð á Vertonghen og að leikmaðurinn ætti eingöngu eftir að fara í læknisskoðun hjá félaginu.

„Ég er mjög ánægður að þetta sé loksins komið í gegn. Nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af neinu og get einbeitt mér að ferli mínum með Tottenham," sagði Vertonghen.

„Það er frábært að geta náð öllu undirbúningstímabilinu með liðinu. Það var virkilega mikilvægt fyrir mig að ná því. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum, ég hef heyrt frábæra hluti um félagið," sagði Jan Vertonghen, nýjasti leikmaður Tottenham að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×