Enski boltinn

Réttarhöldin yfir Terry hefjast í dag

Terry í leiknum umtalaða.
Terry í leiknum umtalaða.
John Terry, fyrirliði Chelsea, mun eyða deginum í réttarsal en þá hefjast loksins réttarhöld yfir honum vegna meints kynþáttaníðs í garð Anton Ferdinand, leikmanns QPR.

Atvikið sem kært er fyrir átti sér stað í leik Chelsea og QPR þann 23. október á síðasta ári. Þá á Terry að hafa öskrað óviðurkvæmilegum orðum að Ferdinand.

Það var afar umdeilt þegar málinu var frestað á sínum tíma fram yfir EM. Það hafði áhrif inn í enska landsliðið enda vill Rio Ferdinand, leikmaður Man. Utd og bróðir Antons, ekki spila með Terry vegna málsins.

Búist er við að málaferlin muni standa yfir í fimm daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×