Telur umbrot í Krýsuvík geta leitt til sprungugoss í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2012 09:30 Haraldur Sigurðsson við hraunfoss á Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti og virtasti eldfjallafræðingur Íslendinga, telur að umbrotin í Krýsuvík geti hugsanlega leitt til eldgoss fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Í grein á bloggsíðu sinni fjallar Haraldur um hræringarnar sem hófust með landrisi á Krýsuvíkursvæðinu fyrir þremur árum en þær voru þess eðlis að jarðvísindamenn töldu ástæðu til að upplýsa almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna. Land hefur síðan risið og hnigið á víxl við suðvestanvert Kleifarvatn. „Líklegast er að hreyfingin eða þenslan sé vegna hreyfingar á einhverjum vökva, annað hvort tengdum jarðhita eða hraunkviku, eða þá myndun á gaspúða, eins og þegar suða myndast í jarðhitakerfinu," segir Haraldur í grein sinni. Og ennfremur: „Einn möguleikinn er því að basaltkvika sé að safnast fyrir undir Krýsuvík. Það væri þá líklegast kvika sem streymir upp frá möttli jarðar, sem til dæmis getur myndað bergganga, eða innskotslög undir Krýsuvíkursvæðinu. Ekki er útilokað að slík kvika geti ratað inn í sprungusveim Krýsuvíkurkerfisins, og þannig fundið sér leið í norðaustur átt, eins og gerðist árið 1151, þegar sprungan gaus fyrir ofan Hafnarfjörð og Kapelluhraun rann." Haraldur segir að Krýsuvík sé megineldstöð, með sprungukerfi eða sprungurein sem teygi sig frá Selatöngum í suðri til Heiðmerkur í norðaustri. „Sprungugos í norðurhluta Krísuvíkurkerfisins geta því hugsanlega komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Það er því full ástæða til að kynna sér og fylgjast náið með því sem gerist í Krýsuvík. Krýsuvíkureldar geisuðu á 12. öld, en þá rann Ögmundarhraun, Kapelluhraum og Gvendarselshraun sennilega í sömu goshrinu, sennilega árið 1151 og voru eldsupptökin í um 25 km langri sprungu í Móhálsadal." Í spjallþræði á bloggsíðunni um mögulega hættu af hraunrennsli segir Haraldur: „Reykjavík getur orðið einangruð af hraunstraumum, og raflínur og vatnslagnir brostið, en ekki bein hætta af hraunrennsli inn í sjálfa borgina. En slík áhrif á veitustofnana væru í sjálfu sér óskapleg fyrir borgarbúa." Haraldur, sem lauk doktorsprófi í jarðfræði árið 1970, starfaði mestallan sinn starfsaldur erlendis og er heimsþekktur í jarðvísindageiranum fyrir rannsóknir sínar á nokkrum stærstu eldgosum jarðar. Hann var lengst af prófessor við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum en þegar hann fór á eftirlaun settist hann að í Stykkishólmi og stofnaði þar eldfjallasafn vorið 2009. Hann er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti og virtasti eldfjallafræðingur Íslendinga, telur að umbrotin í Krýsuvík geti hugsanlega leitt til eldgoss fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Í grein á bloggsíðu sinni fjallar Haraldur um hræringarnar sem hófust með landrisi á Krýsuvíkursvæðinu fyrir þremur árum en þær voru þess eðlis að jarðvísindamenn töldu ástæðu til að upplýsa almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna. Land hefur síðan risið og hnigið á víxl við suðvestanvert Kleifarvatn. „Líklegast er að hreyfingin eða þenslan sé vegna hreyfingar á einhverjum vökva, annað hvort tengdum jarðhita eða hraunkviku, eða þá myndun á gaspúða, eins og þegar suða myndast í jarðhitakerfinu," segir Haraldur í grein sinni. Og ennfremur: „Einn möguleikinn er því að basaltkvika sé að safnast fyrir undir Krýsuvík. Það væri þá líklegast kvika sem streymir upp frá möttli jarðar, sem til dæmis getur myndað bergganga, eða innskotslög undir Krýsuvíkursvæðinu. Ekki er útilokað að slík kvika geti ratað inn í sprungusveim Krýsuvíkurkerfisins, og þannig fundið sér leið í norðaustur átt, eins og gerðist árið 1151, þegar sprungan gaus fyrir ofan Hafnarfjörð og Kapelluhraun rann." Haraldur segir að Krýsuvík sé megineldstöð, með sprungukerfi eða sprungurein sem teygi sig frá Selatöngum í suðri til Heiðmerkur í norðaustri. „Sprungugos í norðurhluta Krísuvíkurkerfisins geta því hugsanlega komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Það er því full ástæða til að kynna sér og fylgjast náið með því sem gerist í Krýsuvík. Krýsuvíkureldar geisuðu á 12. öld, en þá rann Ögmundarhraun, Kapelluhraum og Gvendarselshraun sennilega í sömu goshrinu, sennilega árið 1151 og voru eldsupptökin í um 25 km langri sprungu í Móhálsadal." Í spjallþræði á bloggsíðunni um mögulega hættu af hraunrennsli segir Haraldur: „Reykjavík getur orðið einangruð af hraunstraumum, og raflínur og vatnslagnir brostið, en ekki bein hætta af hraunrennsli inn í sjálfa borgina. En slík áhrif á veitustofnana væru í sjálfu sér óskapleg fyrir borgarbúa." Haraldur, sem lauk doktorsprófi í jarðfræði árið 1970, starfaði mestallan sinn starfsaldur erlendis og er heimsþekktur í jarðvísindageiranum fyrir rannsóknir sínar á nokkrum stærstu eldgosum jarðar. Hann var lengst af prófessor við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum en þegar hann fór á eftirlaun settist hann að í Stykkishólmi og stofnaði þar eldfjallasafn vorið 2009. Hann er heiðursdoktor við Háskóla Íslands.
Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira