Telur umbrot í Krýsuvík geta leitt til sprungugoss í Heiðmörk Kristján Már Unnarsson skrifar 27. maí 2012 09:30 Haraldur Sigurðsson við hraunfoss á Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti og virtasti eldfjallafræðingur Íslendinga, telur að umbrotin í Krýsuvík geti hugsanlega leitt til eldgoss fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Í grein á bloggsíðu sinni fjallar Haraldur um hræringarnar sem hófust með landrisi á Krýsuvíkursvæðinu fyrir þremur árum en þær voru þess eðlis að jarðvísindamenn töldu ástæðu til að upplýsa almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna. Land hefur síðan risið og hnigið á víxl við suðvestanvert Kleifarvatn. „Líklegast er að hreyfingin eða þenslan sé vegna hreyfingar á einhverjum vökva, annað hvort tengdum jarðhita eða hraunkviku, eða þá myndun á gaspúða, eins og þegar suða myndast í jarðhitakerfinu," segir Haraldur í grein sinni. Og ennfremur: „Einn möguleikinn er því að basaltkvika sé að safnast fyrir undir Krýsuvík. Það væri þá líklegast kvika sem streymir upp frá möttli jarðar, sem til dæmis getur myndað bergganga, eða innskotslög undir Krýsuvíkursvæðinu. Ekki er útilokað að slík kvika geti ratað inn í sprungusveim Krýsuvíkurkerfisins, og þannig fundið sér leið í norðaustur átt, eins og gerðist árið 1151, þegar sprungan gaus fyrir ofan Hafnarfjörð og Kapelluhraun rann." Haraldur segir að Krýsuvík sé megineldstöð, með sprungukerfi eða sprungurein sem teygi sig frá Selatöngum í suðri til Heiðmerkur í norðaustri. „Sprungugos í norðurhluta Krísuvíkurkerfisins geta því hugsanlega komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Það er því full ástæða til að kynna sér og fylgjast náið með því sem gerist í Krýsuvík. Krýsuvíkureldar geisuðu á 12. öld, en þá rann Ögmundarhraun, Kapelluhraum og Gvendarselshraun sennilega í sömu goshrinu, sennilega árið 1151 og voru eldsupptökin í um 25 km langri sprungu í Móhálsadal." Í spjallþræði á bloggsíðunni um mögulega hættu af hraunrennsli segir Haraldur: „Reykjavík getur orðið einangruð af hraunstraumum, og raflínur og vatnslagnir brostið, en ekki bein hætta af hraunrennsli inn í sjálfa borgina. En slík áhrif á veitustofnana væru í sjálfu sér óskapleg fyrir borgarbúa." Haraldur, sem lauk doktorsprófi í jarðfræði árið 1970, starfaði mestallan sinn starfsaldur erlendis og er heimsþekktur í jarðvísindageiranum fyrir rannsóknir sínar á nokkrum stærstu eldgosum jarðar. Hann var lengst af prófessor við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum en þegar hann fór á eftirlaun settist hann að í Stykkishólmi og stofnaði þar eldfjallasafn vorið 2009. Hann er heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Haraldur Sigurðsson, einn þekktasti og virtasti eldfjallafræðingur Íslendinga, telur að umbrotin í Krýsuvík geti hugsanlega leitt til eldgoss fyrir ofan Hafnarfjörð, í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Í grein á bloggsíðu sinni fjallar Haraldur um hræringarnar sem hófust með landrisi á Krýsuvíkursvæðinu fyrir þremur árum en þær voru þess eðlis að jarðvísindamenn töldu ástæðu til að upplýsa almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna. Land hefur síðan risið og hnigið á víxl við suðvestanvert Kleifarvatn. „Líklegast er að hreyfingin eða þenslan sé vegna hreyfingar á einhverjum vökva, annað hvort tengdum jarðhita eða hraunkviku, eða þá myndun á gaspúða, eins og þegar suða myndast í jarðhitakerfinu," segir Haraldur í grein sinni. Og ennfremur: „Einn möguleikinn er því að basaltkvika sé að safnast fyrir undir Krýsuvík. Það væri þá líklegast kvika sem streymir upp frá möttli jarðar, sem til dæmis getur myndað bergganga, eða innskotslög undir Krýsuvíkursvæðinu. Ekki er útilokað að slík kvika geti ratað inn í sprungusveim Krýsuvíkurkerfisins, og þannig fundið sér leið í norðaustur átt, eins og gerðist árið 1151, þegar sprungan gaus fyrir ofan Hafnarfjörð og Kapelluhraun rann." Haraldur segir að Krýsuvík sé megineldstöð, með sprungukerfi eða sprungurein sem teygi sig frá Selatöngum í suðri til Heiðmerkur í norðaustri. „Sprungugos í norðurhluta Krísuvíkurkerfisins geta því hugsanlega komið upp í Heiðmörk eða í grennd við Elliðavatn. Það er því full ástæða til að kynna sér og fylgjast náið með því sem gerist í Krýsuvík. Krýsuvíkureldar geisuðu á 12. öld, en þá rann Ögmundarhraun, Kapelluhraum og Gvendarselshraun sennilega í sömu goshrinu, sennilega árið 1151 og voru eldsupptökin í um 25 km langri sprungu í Móhálsadal." Í spjallþræði á bloggsíðunni um mögulega hættu af hraunrennsli segir Haraldur: „Reykjavík getur orðið einangruð af hraunstraumum, og raflínur og vatnslagnir brostið, en ekki bein hætta af hraunrennsli inn í sjálfa borgina. En slík áhrif á veitustofnana væru í sjálfu sér óskapleg fyrir borgarbúa." Haraldur, sem lauk doktorsprófi í jarðfræði árið 1970, starfaði mestallan sinn starfsaldur erlendis og er heimsþekktur í jarðvísindageiranum fyrir rannsóknir sínar á nokkrum stærstu eldgosum jarðar. Hann var lengst af prófessor við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum en þegar hann fór á eftirlaun settist hann að í Stykkishólmi og stofnaði þar eldfjallasafn vorið 2009. Hann er heiðursdoktor við Háskóla Íslands.
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira