Innlent

Ekki gefa öndunum brauð í sumar

Endur við Reykjavíkurtjörn.
Endur við Reykjavíkurtjörn. mynd/ pjetur.
Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til þess gefa fuglum við Tjörnina ekki brauð á meðan varptíminn stendur. Sílamávurinn, sem er helsti vargfuglinn við Tjörnina, er mættur til leiks en hann sækir stíft í skyndibita í miðborginni og tínir upp andarungana þegar þeir skríða úr eggi.

Á vef Reykjavíkurborgar segir að hægt sé að leggja öndunum lið við að koma upp ungum sínum með því að hætta að gefa fuglum við Tjörnina brauð yfir sumartímann, enda laði slíkt mávana að, en gagnast hvorki öndum né ungum þeirra. Það þykir mikilvægast að gefa ekki brauð í júní og júlí á meðan andarungar eru að komast á legg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×