Innlent

Bátur í nauðum við Skarðsfjöru

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bátur er í nauðum við Skarðsfjöru, rétt hjá Hjörleifshöfða.
Bátur er í nauðum við Skarðsfjöru, rétt hjá Hjörleifshöfða. mynd/ pjetur.
Bátur er í nauðum við Skarðsfjöru rétt hjá Hjörleifshöfða. Þetta staðfestir Landhelgisgæslan. Búið er að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarmenn og er hæsta viðbúnaðarstig. Tíu manns eru í bátnum, en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki hætta á manntjóni. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki borist.

Uppfært:

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjum eru nú lagt af stað til aðstoðar togskipi sem er vélarvana utan við Skarðsfjöru. Áætlað er að það taki björgunarskipin um fjórar klukkustundir að ná á staðinn. Björgunarsveitir eru mættar í Skarðsfjöru og eru þar til taks ef á þarf að halda. Vindur er að landi svo brýnt er að takist að komast sem fyrst að skipinu til að tryggja öryggi þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×