Innlent

Maður hætt kominn þegar smábátur sökk við Látrabjarg

Bátsverji, sem var einn um borð í smábáti sínum, var hætt kominn þegar báturinn fór á hliðina og maðurinn féll í sjóinn, rétt undan Látrabjargi laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi.

Skipstjóri á fiskibátnum Lóu, sem var skammd undan, sendi út neyðarkall og tilkynnit hvernig komið var.

Björgunarskip frá Patreksfirði og þyrla Landhelgisgæslunnar voru þegar kölluð út, en þá kom tilkynning frá Lóu um að búið væri að ná manninum um borð, köldum og þrekuðum en ómeiddum, og var þyrlan þá afturkölluð en björgunarskipið hélt á vettvang til að ná björgunarbáti smábátisns, því sjálfvirkur neyðarsendir í honum var kominn í gang.

Farið var með skipverjann til Patreksfjarðar, þar sem hlúð var að honum, en bátur hans sökk. Ekki er vitað hvað kom fyrir þar um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×