Fótbolti

Stelpurnar í sjötta sæti | Töpuðu fyrir Dönum í dag

Dóra María er í liðinu í dag.
Dóra María er í liðinu í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur lokið keppni á Algarve Cup. Niðurstaðan er sjötta sæti að þessu sinni eftir 3-1 tap gegn Dönum í leik um fimmta sætið.

Ísland vann því einn leik á mótinu en tapaði þremur.

Hér að neðan má lesa yfirlit yfir helstu atriði leiksins en lýsingin var byggð á stöðuuppfærslum af Facebook-síðu KSÍ.

Leik lokið: Danir vinna, 1-3, og taka því fimmta sætið á mótinu.

86. mín: Anna María er komin inn fyrir Elísu.

85. mín: 1-3 fyrir Dani !! Eftir að íslenska liðið hafði sótt grimmt náðu Danir að skora. Sjötta sætið verður því líklega hlutskipti Íslands á mótinu að þessu sinni.

82. mín: Íslenska liðið í dauðafæri. Fanndís á góða sendingu af kantinum sem fer á Gunnhildi sem er í dauðafæri. Skotið misheppnaðist því miður.

75. mín: Sigurður er búinn að breyta í 4-4-2 með Hólmfríði og Fanndísi í fremstu víglínu. Dóra María og Hallbera eru á vængjunum. Guðný og Gunnhildur eru svo inn á miðri miðjunni.

69. mín: Thelma Björk Einarsdóttir Valskona kemur inn fyrir Gretu. Hallbera færir sig yfir á kantinn í stað Gretu á meðan Thelma skellir sér í bakvörðinn.

65. mín: Mist var ekki lengi að fá gula spjaldið. Það fyrsta í leiknum. Katrín var næstum búin að ná skalla að marki eftir góða sendingu úr aukaspyrnu.

62. mín: Katrín fyrirliði gat haldið áfram leik í síðari hálfleik. Ísland hefur fengið besta færi hálfleiksins hingað til.

57. mín: Staðan enn óbreytt. Mist Edvardsdóttir er komin inn fyrir Hörpu. Guðný færir sig í stöðu Hörpu sem framlinggjandi miðjumaður. Elísa fer í bakvörðinn og Mist í miðvörðinn.

Hálfleikur: 1-2 fyrir Dani. Katrín Jónsdóttir fyrirliði meiddist undir lok hálfleiksins og ekki víst hvort hún haldi áfram að spila.

44. mín: 1-2 !!! Hólmfríður pressar markvörð Dana, nær af henni boltanum og rennir honum í autt markið. Mikilvægt að ná einu marki fyrir hlé.

38. mín: Íslenska liðið nálægt því að minnka muninn eftir hornspyrnu. Danir bjarga á línu og Ísland á svo skot yfir.

30. mín: Íslenska liðið aðeins að sækja í sig veðrið og Hólmfríður að ógna í fremstu víglínu. Hefur átt tvö ágæt skot að marki en án árangurs.

21. mín: Sigurður Ragnar gerir taktískar breytingar inn á vellinum. Hólmfríður er mætt í framlínuna en Fanndís fór á kantinn.

17. mín: 2-0 fyrir Dani. Markið kemur upp úr hornspyrnu. Þóra nær ekki að handsama boltann og eftirleikurinn auðveldur fyrir Dani. Nú verður þetta erfitt fyrir stelpurnar. Aftur var það Sanne Troelsgaard sem skorar.

15.mín: Jafnræði með liðunum sem stendur en það var eðlilega nokkuð áfall fyrir íslenska liðið að fá á sig mark snemma leiks.

3. mín: 1-0 fyrir Danmörk. Þær spiluðu sig vel í gegnum vörn Íslands og skoruðu. Skelfileg byrjun hjá stelpunum okkar. Fall er vonandi fararheill. Það var Sanne Troelsgaard sem skoraði markið.

- Leikurinn er hafinn í 15 stiga hita í Portúgal. Ísland vann leik liðanna á þessu móti fyrir ári síðan, 1-0. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir.

Byrjunarlið Íslands í dag.

Markvörður: Þóra Björg Helgadóttir

Hægri bakvörður: Guðný Björk Óðinsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir,

Miðverðir: Elísa Viðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir

Tengiliðir: Dóra María Lárusdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Vinstri kantur: Greta Mjöll Samúelsdóttir

Hægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir.

Sóknartengiliður: Harpa Þorsteinsdóttir

Framherji: Fanndís Friðriksdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×