Stelpurnar í sjötta sæti | Töpuðu fyrir Dönum í dag 7. mars 2012 10:30 Dóra María er í liðinu í dag. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur lokið keppni á Algarve Cup. Niðurstaðan er sjötta sæti að þessu sinni eftir 3-1 tap gegn Dönum í leik um fimmta sætið. Ísland vann því einn leik á mótinu en tapaði þremur. Hér að neðan má lesa yfirlit yfir helstu atriði leiksins en lýsingin var byggð á stöðuuppfærslum af Facebook-síðu KSÍ.Leik lokið: Danir vinna, 1-3, og taka því fimmta sætið á mótinu.86. mín: Anna María er komin inn fyrir Elísu.85. mín: 1-3 fyrir Dani !! Eftir að íslenska liðið hafði sótt grimmt náðu Danir að skora. Sjötta sætið verður því líklega hlutskipti Íslands á mótinu að þessu sinni.82. mín: Íslenska liðið í dauðafæri. Fanndís á góða sendingu af kantinum sem fer á Gunnhildi sem er í dauðafæri. Skotið misheppnaðist því miður.75. mín: Sigurður er búinn að breyta í 4-4-2 með Hólmfríði og Fanndísi í fremstu víglínu. Dóra María og Hallbera eru á vængjunum. Guðný og Gunnhildur eru svo inn á miðri miðjunni.69. mín: Thelma Björk Einarsdóttir Valskona kemur inn fyrir Gretu. Hallbera færir sig yfir á kantinn í stað Gretu á meðan Thelma skellir sér í bakvörðinn.65. mín: Mist var ekki lengi að fá gula spjaldið. Það fyrsta í leiknum. Katrín var næstum búin að ná skalla að marki eftir góða sendingu úr aukaspyrnu.62. mín: Katrín fyrirliði gat haldið áfram leik í síðari hálfleik. Ísland hefur fengið besta færi hálfleiksins hingað til.57. mín: Staðan enn óbreytt. Mist Edvardsdóttir er komin inn fyrir Hörpu. Guðný færir sig í stöðu Hörpu sem framlinggjandi miðjumaður. Elísa fer í bakvörðinn og Mist í miðvörðinn.Hálfleikur: 1-2 fyrir Dani. Katrín Jónsdóttir fyrirliði meiddist undir lok hálfleiksins og ekki víst hvort hún haldi áfram að spila.44. mín: 1-2 !!! Hólmfríður pressar markvörð Dana, nær af henni boltanum og rennir honum í autt markið. Mikilvægt að ná einu marki fyrir hlé.38. mín: Íslenska liðið nálægt því að minnka muninn eftir hornspyrnu. Danir bjarga á línu og Ísland á svo skot yfir.30. mín: Íslenska liðið aðeins að sækja í sig veðrið og Hólmfríður að ógna í fremstu víglínu. Hefur átt tvö ágæt skot að marki en án árangurs.21. mín: Sigurður Ragnar gerir taktískar breytingar inn á vellinum. Hólmfríður er mætt í framlínuna en Fanndís fór á kantinn.17. mín: 2-0 fyrir Dani. Markið kemur upp úr hornspyrnu. Þóra nær ekki að handsama boltann og eftirleikurinn auðveldur fyrir Dani. Nú verður þetta erfitt fyrir stelpurnar. Aftur var það Sanne Troelsgaard sem skorar.15.mín: Jafnræði með liðunum sem stendur en það var eðlilega nokkuð áfall fyrir íslenska liðið að fá á sig mark snemma leiks.3. mín: 1-0 fyrir Danmörk. Þær spiluðu sig vel í gegnum vörn Íslands og skoruðu. Skelfileg byrjun hjá stelpunum okkar. Fall er vonandi fararheill. Það var Sanne Troelsgaard sem skoraði markið. - Leikurinn er hafinn í 15 stiga hita í Portúgal. Ísland vann leik liðanna á þessu móti fyrir ári síðan, 1-0. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir.Byrjunarlið Íslands í dag.Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirHægri bakvörður: Guðný Björk ÓðinsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir,Miðverðir: Elísa Viðarsdóttir og Katrín JónsdóttirTengiliðir: Dóra María Lárusdóttir og Gunnhildur Yrsa JónsdóttirVinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirHægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir.Sóknartengiliður: Harpa ÞorsteinsdóttirFramherji: Fanndís Friðriksdóttir Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hefur lokið keppni á Algarve Cup. Niðurstaðan er sjötta sæti að þessu sinni eftir 3-1 tap gegn Dönum í leik um fimmta sætið. Ísland vann því einn leik á mótinu en tapaði þremur. Hér að neðan má lesa yfirlit yfir helstu atriði leiksins en lýsingin var byggð á stöðuuppfærslum af Facebook-síðu KSÍ.Leik lokið: Danir vinna, 1-3, og taka því fimmta sætið á mótinu.86. mín: Anna María er komin inn fyrir Elísu.85. mín: 1-3 fyrir Dani !! Eftir að íslenska liðið hafði sótt grimmt náðu Danir að skora. Sjötta sætið verður því líklega hlutskipti Íslands á mótinu að þessu sinni.82. mín: Íslenska liðið í dauðafæri. Fanndís á góða sendingu af kantinum sem fer á Gunnhildi sem er í dauðafæri. Skotið misheppnaðist því miður.75. mín: Sigurður er búinn að breyta í 4-4-2 með Hólmfríði og Fanndísi í fremstu víglínu. Dóra María og Hallbera eru á vængjunum. Guðný og Gunnhildur eru svo inn á miðri miðjunni.69. mín: Thelma Björk Einarsdóttir Valskona kemur inn fyrir Gretu. Hallbera færir sig yfir á kantinn í stað Gretu á meðan Thelma skellir sér í bakvörðinn.65. mín: Mist var ekki lengi að fá gula spjaldið. Það fyrsta í leiknum. Katrín var næstum búin að ná skalla að marki eftir góða sendingu úr aukaspyrnu.62. mín: Katrín fyrirliði gat haldið áfram leik í síðari hálfleik. Ísland hefur fengið besta færi hálfleiksins hingað til.57. mín: Staðan enn óbreytt. Mist Edvardsdóttir er komin inn fyrir Hörpu. Guðný færir sig í stöðu Hörpu sem framlinggjandi miðjumaður. Elísa fer í bakvörðinn og Mist í miðvörðinn.Hálfleikur: 1-2 fyrir Dani. Katrín Jónsdóttir fyrirliði meiddist undir lok hálfleiksins og ekki víst hvort hún haldi áfram að spila.44. mín: 1-2 !!! Hólmfríður pressar markvörð Dana, nær af henni boltanum og rennir honum í autt markið. Mikilvægt að ná einu marki fyrir hlé.38. mín: Íslenska liðið nálægt því að minnka muninn eftir hornspyrnu. Danir bjarga á línu og Ísland á svo skot yfir.30. mín: Íslenska liðið aðeins að sækja í sig veðrið og Hólmfríður að ógna í fremstu víglínu. Hefur átt tvö ágæt skot að marki en án árangurs.21. mín: Sigurður Ragnar gerir taktískar breytingar inn á vellinum. Hólmfríður er mætt í framlínuna en Fanndís fór á kantinn.17. mín: 2-0 fyrir Dani. Markið kemur upp úr hornspyrnu. Þóra nær ekki að handsama boltann og eftirleikurinn auðveldur fyrir Dani. Nú verður þetta erfitt fyrir stelpurnar. Aftur var það Sanne Troelsgaard sem skorar.15.mín: Jafnræði með liðunum sem stendur en það var eðlilega nokkuð áfall fyrir íslenska liðið að fá á sig mark snemma leiks.3. mín: 1-0 fyrir Danmörk. Þær spiluðu sig vel í gegnum vörn Íslands og skoruðu. Skelfileg byrjun hjá stelpunum okkar. Fall er vonandi fararheill. Það var Sanne Troelsgaard sem skoraði markið. - Leikurinn er hafinn í 15 stiga hita í Portúgal. Ísland vann leik liðanna á þessu móti fyrir ári síðan, 1-0. Þá skoraði Dóra María Lárusdóttir.Byrjunarlið Íslands í dag.Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirHægri bakvörður: Guðný Björk ÓðinsdóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir,Miðverðir: Elísa Viðarsdóttir og Katrín JónsdóttirTengiliðir: Dóra María Lárusdóttir og Gunnhildur Yrsa JónsdóttirVinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirHægri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir.Sóknartengiliður: Harpa ÞorsteinsdóttirFramherji: Fanndís Friðriksdóttir
Fótbolti Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu